Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 40

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 40
38 BREIÐFIRÐINGUR galli hefur í verið blandað. Það er líka kunnara en frá þurfi að segja, að berjaferðir bafa sjálfsagt frá því að land byggðist verið yndi og eftirlæti allra barna og ungl- inga, og þar til nú á seinustu áratugum voru þær ekki ósjaldan svo að segja einu skemmtiferðirnar, sem æskan átti kost á. Hversu margir hafa ekki átt sínar dýrmætustu bernsku- og æskuminningar þeim að þakka? Það léti því að líkum, að enn væru berin eitt af þeim gæðum sveitalífs- ins, sem kaupstaðarbörnum og unglingum, er í sveit dvelja á sumrin, væru hvað mest virði — þótt margt annað sé mikilvægt. En vissulega verður það seint ofmetið, bve dvöl barns við fjölþætt störf á góðu sveitaheimili að sumri til getur verið því mikilsverð uppspretta til heilbrigðs þroska og menningar. Breyttur efnahagur og aðbúnaður víða í sveitum veldur því líka, að miklu síður nú en áður þarf að óttast um að börnum sé ofboðið í vinnu eða skort geti á hollt og gott fæði þeim til handa. Að einu eru þó sveit- irnar að verða að fátækari. Hestarnir eru sums staðar að hverfa úr lífi fólksins, hestarnir, sem oft og tíðum skópu dásamlegustu ævintýrin í lífi litlu sumargestanna. Nú er það óvíða daglegur viðburður að sjá smávaxið fólk hlaupa yfir græna móa og melabörð, með beizli um öxl og seppa trítlandi á eftir sér, á leið að ná í Rauð og Gránu, Brúnku og Blesa, sem þau sjá ef til vill hilla undir á eyrunum við ána. Og auðvitað er hugurinn fullur af tilhlökkun og spenningi, því það er svo dásamlegt að geta nú látið spretta ærlega úr spori á eggsléttum eyrunum. Nú eru túnin að verða stórar, sléttar flatir, greiðfærar vögnum og bílum, í stað þýfðu smáskæklanna, sem baggahestarnir voru einir færir um að feta áður fyrr, og þess vegna svo óvíða þörf fyrir litlar hendur til þess að teyma þessar stóru, þolgóðu skepnur. En þótt hægt sé að fjarlægja hestinn úr sveitalíf- inu, verða blánandi heiðabungur og laufskrýddu berja-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.