Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 41

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 41
ÍSREIÐFIRÐINGUR 39 brekkurnar og lyngásarnir seint þurrkuð út af ásýnd sveit- anna. Enn sem fyrr kallar þetta lokkandi til æskurmar: „Komið, tínið berin blá! Bjart er norðurfjöllum á! Svanir fljúga sunnan yfir heiði.“ En skyldi æska sveitanna hlýða þessu kalli nú eins al- mennt og fagnandi og áður? Eg efa það, því að nú hefur annað tekið sér bólfestu innan sveitanna, sem líka kallar og lokkar. Og þetta annað eru skemmtisamkomurnar. Sumr- in út í hverri viku á hverju heimili heyrast þær kalla gegn- um þetta galdratæki nútímans — útvarpið, ■— lokka og kalla í nálægð og fjarlægð út um allar byggðir landsins og bjóða fram leiki og eftirhermur — töfrandi harmoniku- músikk og dans -—■ ýmist á laugardagskvöldið næsta eða sunnudaginn. Og jafnvel þótt skemmtistaðurinn sé í næstu sveit eða héraði, veldur það engum erfiðleikum. Fjarlægðin hefur lítið að segja nú á þessum tímum jeppa og langferða- vagna og ótal annarra bíla. Og er þá að furða, þótt ung- dómurinn bíði í ofvæni helganna? Um hverja helgi sópast svo sveitirnar af fólki — einkum því yngra — til skemmti- staðanna í nálægð eða fjarlægð. En þegar komið var heim af þeim aftur, kom manni ósjálfrátt í hug það, sem Matthías kvað forðum um kóngsins Kaupmannahöfn: „Margur fór til Hafnar svo mannvænn og stór, en hrumari og heimskari heim kom en fór.“ Eitt sunnudagskvöld síðla sumars rak ég svo höfuðið inn á eina slíka samkomu, sem haldm var á fögrum stað í einni af sveitum landsins. Það var áliðið kvölds og dimmt orðið, er mig bar þar að, enda öll skemmtiatriði búin nema dansinn, — hann stóð sen. hæst. Eg kom mér auðvitað fljótlega inn í hið vistlega sam.komu- hús, því að úti var orðið svalt í veðri. I anddyri og gangi

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.