Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
hafði verið að „dauða“ kominn. En algengt kvað vera að
sjá dauðadrukkna menn — mest unglingspilta, og stundum
jafnvel stúlkur — veltast um úti og inni í lok skemmtan-
anna. Þetta var líka fremur fámenn samkoma. Ekki mun
það þó hafa stafað af því að unga fólkið hafi setið heima,
heldur munu aðrir skemmtistaðir hafa dregið það til sín.
Það er ekki ósjaldan um það talað, að tóbaksnautn og
vínnautn og siðleysi fari vaxandi hjá æskulýðnum og seilist
stöðugt eins og lengra og lengra niðureftir aldursstiganum
— jafnvel alla leið niður til barna á fermingaraldri. Um
þetta mun vera hægt að fá ýmsar tölur, naktar staðrevndir,
sem ekki verður á móti mælt. Og fólkið stendur svo og
hristir höfuðið yfir spillingunni og skilur ekkert í, hvaðan
þessi óheilla alda geti verið runnin. Sumir vilja helzt reyna
að koma þessu öllu á aumingja kanann suður á Keflavíkur-
flugvelli. 0, já, „þurrkaðu ekki á þér, ef annar stendur
hjá þér.“ En gætum við ekki fyrst reynt að líta okkur nær.
Auðvitað eru margar orsakir hér að verki. En mætti ekki
liggja í augum uppi, að það, sem einna öflugast lyftir undir
ölduna, séu þessar skemmtisamkomur, sem almenningur
sjálfur stofnar til. Ut um allar sveitir landsins eru nú á
hverju sumri um allar helgar efnt til dansskemmtana, sem
í framkvæmdinni eru hreinustu námskeið í drykkjuskap og
siðleysi. Því enda þótt fjölmargt fólk sæki þær, sem hagar
sér að öllu leyti prúðmannlega, blettar þó drykkjuskapur
og aðrir siðlitlir skemmtanasiðir svo þær flestar, að í heild
mega þær undantekningarlítið heita mannskemmandi —
eins og einn þekktur skólamaður hefur komizt að orði. En
hverjir stofna til þeirra? Er það ekki oftast nokkurn veginn
fullorðið fólk, jafnvel fólk, sem stendur fyrir félögum og
félagasamtökum, er hafa ýms góð menningarmál á stefnu
sinni? Og hverjir eru svo fjölmennustu þátttakendurnir?
Æskufólk um og innan við tvítugsaldur, nýfermdir ungl-