Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
önnur, smá og stór. Það á drýgstan þátt í hinni heimsku-
legu meðferð og sóun fjölmargra á fjármunum, tíma, heilsu
og vinnuþreki — auk ýmiss konar annars auðnuleysis og
óhamingju. Það er því fullkomlega þörf á að spyrnt sé við
fæti — og það er hægt —, ef þjóðin vill. Ef þjóðin vill
vakna og mynda sterka og öfluga andspyrnuhreyfingu —
ekki bara gegn útlendum „her í landinu“, heldur fyrst og
fremst gegn þeim óvinum, sem búa í hennar eigin barmi
— sinni eigin ómenningu. Hún gæti byrjað á því að reyna
að þurrka burt þann smánarblett, sem hið lágstæða skemmt-
analíf hefur sett á menningu sveitanna. Ef foreldrar til
sjávar og sveita, sem hlut ættu að máli, ef barnaverndar-
nefndir, prestar, kennarar og aðrir, sem forystu eiga að
hafa í menningarmálum, tækju höndum saman og hefðu
samvinnu við forstöðufólk samkomustaða, félög og félags-
samtök og aðra, er fyrir samkomum stæðu, — ef allir
þessir aðilar hefðu með sér einhuga samtök um að bæta
ástandið, þá yrði það auðvelt, — og í raun og veru vilja
þeir allir að það batni. Kröfur slíkrar andspyrnuhrevfing-
ar yrðu þá fyrst og fremst þessar: Burt með þessar lág-
stæðu og siðlitlu skemmtisamkomur. Oruggt og ákveðið lög-
gilt eftirlit yrði haft með hverri skemmtisamkomu, og hver
sá aðili, er leyfði drykkjuskap og siðlítilli framkomu og
skemmtanasiðum að haldast uppi á samkomu sinni, væri
tafarlaust sviptur skemmtanaleyfi um lengri eða skemmri
tíma. I öðru lagi yrði sumarskemmtunum fækkað verulega
frá því, sem nú á sér stað; a. m. k. 3—4 sunnudagar í sveit-
unum yrðu á sumri hverju friðaðir fyrir þeim óróa og
truflun á eðlilegu og friðsömu lífi, sem stöðugar skemmt-
anir valda. Með því gæfist fólki þá stöku sinnum tóm til
að sækja messur, koma á aðkallandi félagsfundum, og börn
og unglingar hefðu einhvern tíma frið til þess að skreppa
fram í fjallabrekkur sólfagra sunnudagsstund til berja. í