Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 47

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 47
BREIÐFIRÐINGUR 45 þriðja lagi ætti að vera hægt með slíkum almennum sam- tökum að koma því af, að börn og unglingar innan 15— 16 ára aldurs sæktu sjálfan dansinn, jafnvel þótt þau færu á aðra skemmtiþætti samkomanna. Það er nú svo, að þótt dansskemmtun fari vel og prúðmannlega fram, þá er hún oftast á þeim tíma sólarhringsins, sem ekki ætti að hafa til siðs að láta börn hanga eftir. Dansinn er venjulega sein- asti liðurinn á dagskrá samkomunnar og stendur þá oftast fram yfir miðnætti. Þá er þess enn að gæta, að ýmislegt, sem fullorðið fólk skemmtir sér vel við, er ekki alltaf alls kostar við hæfi og þroska barnsins og unglingsins. Skemmti- og leikhneigð þess þarf á stundum að fá útrás á annan hátt en hins fullorðna, og hin ómótaða skapgerð þess krefst ein- faldari og beinni áhrifa til göfgunar og gleði. Þetta mun líka viðurkennt hjá flestum siðmönnuðum þjóðum, því óvíða mun þar siður að láta hörn og unglinga flækjast jafn mikið á skemmtisamkomur fullorðinna sem hér hjá okkur. 1 fjórða lagi ætti ekki einungis að útiloka allan drykkjuskap af samkomum og gera meiri kröfur til prúðmennsku og vel- sæmis, heldur leggja einnig stórum meiri áherzlu á að gera samkomurnar að öðru leyti sem beztar og ríkastar af menn- ingaráhrifum. I því sambandi kemur mér sérstaklega í hug einn möguleiki. Vegna erlendra og innlendra óheillaafla og áhrifa væri þjóðinni brýn nauðsyn á að glæða þekkingu sína og ást á öllum fögrum ancllegum og þjóðlegum verð- mætum. Við eigum sand af yndisfögrum ljóðum og lögum — gömlum og nýjum, sem ganga undir heitinu íslenzk þjóðlög, þegar þau eru flutt í útvarpinu. I flestum barna- skólum nú orðið mun söngur vera kenndur, svo að börnum og unglingum mun þessi ljóð og lög að nokkru kunn. Við sum þessara laga hafa þjóðdansar verið samdir og sjálfsagt auðvelt að semja þá við mikið fleiri — og æskilegt að það væri gert. En jafnframt tel ég að áherzlu bæri þá að leggja

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.