Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
fellsnesi og með ýmsum hætti. Hjá honum fann Ásgrímur
Hellnaprestur síðustu galdraskræðuna undir Jökli, sem
talið er, að varðveitt hafi verið til nytja. Báðir voru þá
búsettir í Einarslóni. Ásgrímur kom skræðu þessari undir
pott sinn í Lóni og reis af ævilöng óvinátta milli Bjarna
og prests. Jafnframt var þá sleginn sá neisti, er óvildinni
olli milli Ásgríms Hellnaprests og Jóns Espólíns. En þótt
Bjarni missti af teiknabók sinni, var honum ekki öll kunn-
átta úr minni, því að ekki þótti aldæla, þá er hann gamall
maður gat seitt til sín í sæng hina vænu prestsdóttur frá
Breiðabólsstað gegn vilja foreldra hennar og stærsta og
voldugasta frændagarðs á Snæfellsnesi.
Bjarni deyr 22. marz 1841, og kveður þá síðasti fulltrúi
forneskjunnar undir Jökli. Áratug síðar setzt Gísli Kon-
ráðsson að í Breiðafirði, og eru þá enn á allra vörum sögur
af Bjarna frá Hnausum. Þar komst því í feitt hnífur þess
manns, er undi öllum verr lágkúru hversdagsviðburða, en
mat hins vegar flestum betur fjölþrif og víxlspor náungans,
svo að af mætti gera sögu. Hnausa-Bjarna þáttur Gísla Kon-
ráðssonar er glöggt dæmi þess, liversu honum lét að semja
reifara, þar sem hann notar munnmælasögur um Bjarna
sem stiklur til þess að skila honum til okkar yfir ána sem
magnaðri þjóðsagnaveru.
Löngu eftir að Bjarni er allur og Hnausakofatómthús
niður brotið, en eftir stendur tóftin, dreymir jómfrú Mar-
gréti Kolbeinsen (sonardóttir Jóns Kolbeinssonar kaup-
manns), að hún er þar komin. Allt í einu hverfa lienni
veggirnir og hún þykist stödd í kirkju og krjúpa fyrir fram-
an altari.
III.
Víkur nú sögu til Eyrarsveitar. Hálfan annan áratug eftir
miðja nítjándu öld búa þá að Neðri-Lág hjónin Margrét
\