Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 55

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 55
BREIÐFIRÐINGUR 53 Lárusdóttir og Davíð Bjarnason. Þau höfðu kynnzt í Kross- nesi, er þau voru vinnuhjú hjá Kristine Thorsteinsson, ekkju Arna sýslumanns. Þau flytjast þaðan hjón ásamt kornbarni, er ber nafnið Gróa. Að Neðri-Lág flyzt einnig Guðfinna, föðuramma Gróu, en ekkja Bjarna frá Hnausum. f.íða nú ár fram, unz Gróa er vaxin orðin, að hún missir foreldra sína svo til á sama árinu, en áður var gengin Guðfinna amma hennar. Kristine sýslumannsekkja í Krossnesi er þá enn á lífi liðlega sextug, og ræðst þá Gróa til hennar vinnu- kona. Sýslumannsfrúin var hannyrðakona mikil, og verður dvöl Gróu í Krossnesi henni dýrmætur skóli. Vorið eftir, að ekkja Árna sýslumanns fellur frá, eða 1870, yfirgefur Gróa fæðingar- og æskusveit sína og á þangað ekki aftur- kvæmt. Bíða hennar nú á næsta leiti þau straumhvörf í lífi hennar, sem upp frá því beina leið að ósi. Sumarið 1867 gerðist Lárus Þ. Blöndal sýslumaður Dala- manna og settist að á Staðarfelli. Kona hans var Kristín Ásgeirsdóttir frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Til þess- ara hjóna fluttist Gróa á vinnuhjúaskildaga 1870 og er með þeim tvö ár hin næstu. Madama Kristín var dverghög á allan saum, svo að orð fór af um Dali og þá ekki síður í Húnaþingi, eftir að hún var flutt að Kornsá. Veittist Gróu nú hinn bezti kostur á að auka við veganesti sitt frá Krossnesi, enda lék henni allt í höndum, sem skærum og nál mátti við koma, þá er hún fór frá Staðarfelli, en þaðan fluttist hún ekki ein síns liðs. Meðal vinnumanna Lárusar sýslumanns á Staðarfelli, þegar Gróa kom þar, var Valentínus Oddsson, þá 28 ára. Móðurafi hans var Pétur, sonur Péturs Oddssonar í Höskuldsey, en í þeirri ætt voru margir kunnir afla- og sæfaramenn. Móðuramma Valentínusar var Valgerður Ein- arsdóttir á Kóngsbakka í Helgafellssveit, ein kynsælasta formóðir á Snæfellsnesi á 19. öld, en börn hennar voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.