Breiðfirðingur - 01.04.1956, Qupperneq 55
BREIÐFIRÐINGUR
53
Lárusdóttir og Davíð Bjarnason. Þau höfðu kynnzt í Kross-
nesi, er þau voru vinnuhjú hjá Kristine Thorsteinsson, ekkju
Arna sýslumanns. Þau flytjast þaðan hjón ásamt kornbarni,
er ber nafnið Gróa. Að Neðri-Lág flyzt einnig Guðfinna,
föðuramma Gróu, en ekkja Bjarna frá Hnausum. f.íða nú
ár fram, unz Gróa er vaxin orðin, að hún missir foreldra
sína svo til á sama árinu, en áður var gengin Guðfinna
amma hennar. Kristine sýslumannsekkja í Krossnesi er þá
enn á lífi liðlega sextug, og ræðst þá Gróa til hennar vinnu-
kona. Sýslumannsfrúin var hannyrðakona mikil, og verður
dvöl Gróu í Krossnesi henni dýrmætur skóli. Vorið eftir,
að ekkja Árna sýslumanns fellur frá, eða 1870, yfirgefur
Gróa fæðingar- og æskusveit sína og á þangað ekki aftur-
kvæmt. Bíða hennar nú á næsta leiti þau straumhvörf í lífi
hennar, sem upp frá því beina leið að ósi.
Sumarið 1867 gerðist Lárus Þ. Blöndal sýslumaður Dala-
manna og settist að á Staðarfelli. Kona hans var Kristín
Ásgeirsdóttir frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Til þess-
ara hjóna fluttist Gróa á vinnuhjúaskildaga 1870 og er
með þeim tvö ár hin næstu. Madama Kristín var dverghög
á allan saum, svo að orð fór af um Dali og þá ekki síður
í Húnaþingi, eftir að hún var flutt að Kornsá. Veittist
Gróu nú hinn bezti kostur á að auka við veganesti sitt frá
Krossnesi, enda lék henni allt í höndum, sem skærum og
nál mátti við koma, þá er hún fór frá Staðarfelli, en þaðan
fluttist hún ekki ein síns liðs.
Meðal vinnumanna Lárusar sýslumanns á Staðarfelli,
þegar Gróa kom þar, var Valentínus Oddsson, þá 28 ára.
Móðurafi hans var Pétur, sonur Péturs Oddssonar í
Höskuldsey, en í þeirri ætt voru margir kunnir afla- og
sæfaramenn. Móðuramma Valentínusar var Valgerður Ein-
arsdóttir á Kóngsbakka í Helgafellssveit, ein kynsælasta
formóðir á Snæfellsnesi á 19. öld, en börn hennar voru