Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 56

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 56
54 BREIÐFIRÐINGUR 22. Gróa og Valentínus felldu hugi saman og fluttust heit- bundin til Hrappseyjar vorið 1872. Degi fyrir gamlársdag þetta ár voru þau vígð saman í Dagverðarneskirkju. Hin næstu ár eru þau ýmist í Hrappsey eða Fagurey, en þaðan flytja þau til Stykkishólms vorið 1877 með Odd son sinn einan barna, þá ársgamlan. Var þá 24 íveruhúsum fleira í Hólminum en verið hafði rösklega aldarfjórðungi áður, þá er Bjarni afi Gróu féll frá í Hnausakofatómthúsi. Gróa og Valentínus voru nú komin í þann áfangastað, sem þau yfirgáfu ekki upp frá því. Fyrsta árið sitt í Hólminum voru þau í sambýli með madömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, en hún var eitt af hinum mörgu börnum Sveinbjarnar Egils- sonar rektors. Madama Guðrún var í þann tíð ekki einungis fremsta hannyrðakona á Vesturlandi, heldur sennilega á öllu Islandi. Eru enn varðveitt handverk eftir hana, sem votta um fádæma leikni og listsmekk. Gróa tók nú til óspilltra mála í Hólminum og gerðist ekki einungis saumakona þorpsins, heldur jafnframt flestra nærliggjandi sveita. Hjá henni voru í læri næstu þrjá ára- tugi fleiri og færri stúlkur úr þrem sýslum og báru meist- ara sínum vitni um víða vegu, þá er ár liðu. IV. A Þorláksmessu á sumri 1879 fæddist Gróu og Valen- tínusi dóttir, er nefnd var Málmfríður. Sumarið fyrir höfðu tóttarbrot þau, sem eftir stóðu af Hnausakofatómthúsi, verið jöfnuð við jörðu, en upp reis á sama stað kirkja sú í Stykkishólmi, sem enn stendur þar. Sveinn, bróðir Björns Jónssonar ráðherra, stjórnaði smíðinni, en aðrar fram- kvæmdir annaðist Daníel Thorlacius. Fimmtán árum síðar fluttist séra Sigurður Gunnarsson til Stykkishólms, og á

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.