Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 60

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 60
58 BREIÐFIRÐINGUR og á leið til Eyjafjarðar. Ég ráfa um og kem ekki auga á neinn, sem ég þekki. En svo kemur Kalli eins og af himnum ofan, heiðrænn og þelhlýr, senn vaxinn maður, og ætlar að fara að læra að stíga ölduna. Hann hafði verið í Menntaskóla Akureyrar um veturinn. — Ég goggaði fisk og dró línu á Pálma frá Hrísey um sumarið, ýmist vestur á Skagagrunni, úti á Grímseyjarnöfum eða austur á Skjálf- anda. Kalli gerði slíkt hið sama á sínum Siglufjarðarbát. — Árin líða, og ungir menn horfa geiglausum augum til framtíðar. En svo bregður sumri, og það er dökkni í skýj- um. Ég geng suður Þingholtsstræti órór í huga og hnípinn. Kalli liggur í rúmi sínu á efri hæð Farsóttarhússins. Yfir honum er ekki haustdrungi, hann er léttur í skapi og kvik- ur í tali rétt eins og hann væri að halda af stað í róður í sumarljóma norður á Nafir. — Síðan nokkrar heimsókn- arferðir að Vífilsstöðum. Einn dag stendur maður svo niður á hafnarbakka. Spilið fer í gang, bóman sveiflast út fyrir borðstokkinn, krók er fest í taugaraugu og upp lyftist kista sveipuð íslenzkum fána. Ég reyni að verjast viðkvæmnis- viprum. Þessi varð þá hinzta sigling þess manns, ef kyni hinna fornu sæfaramanna í Höskuldsey, ,er ég hafði trúað að mundi stýra dýrstum knerri og stærstum undir fána Is- lands. — Grómundur, sonur Málmfríðar gistir einnig Vífilsstaða- hæli og er allur eigi miklu síðar en Karl. Þannig eru blóm hennar kurluð niður í hásumarstíð. Hún fékkst ekki til um mikinn harm, steig aðeins fastar á fótafjölina og nálin tif- aði tíðar. VII. Haust eitt er ég fluttur í Hafnarfjörð. Málmfríður er þá setzt þar að og býr í húsi gegnt mér handan við göt- una. Enn á margur leið til hennar með gamla flík og efni

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.