Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 60

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 60
58 BREIÐFIRÐINGUR og á leið til Eyjafjarðar. Ég ráfa um og kem ekki auga á neinn, sem ég þekki. En svo kemur Kalli eins og af himnum ofan, heiðrænn og þelhlýr, senn vaxinn maður, og ætlar að fara að læra að stíga ölduna. Hann hafði verið í Menntaskóla Akureyrar um veturinn. — Ég goggaði fisk og dró línu á Pálma frá Hrísey um sumarið, ýmist vestur á Skagagrunni, úti á Grímseyjarnöfum eða austur á Skjálf- anda. Kalli gerði slíkt hið sama á sínum Siglufjarðarbát. — Árin líða, og ungir menn horfa geiglausum augum til framtíðar. En svo bregður sumri, og það er dökkni í skýj- um. Ég geng suður Þingholtsstræti órór í huga og hnípinn. Kalli liggur í rúmi sínu á efri hæð Farsóttarhússins. Yfir honum er ekki haustdrungi, hann er léttur í skapi og kvik- ur í tali rétt eins og hann væri að halda af stað í róður í sumarljóma norður á Nafir. — Síðan nokkrar heimsókn- arferðir að Vífilsstöðum. Einn dag stendur maður svo niður á hafnarbakka. Spilið fer í gang, bóman sveiflast út fyrir borðstokkinn, krók er fest í taugaraugu og upp lyftist kista sveipuð íslenzkum fána. Ég reyni að verjast viðkvæmnis- viprum. Þessi varð þá hinzta sigling þess manns, ef kyni hinna fornu sæfaramanna í Höskuldsey, ,er ég hafði trúað að mundi stýra dýrstum knerri og stærstum undir fána Is- lands. — Grómundur, sonur Málmfríðar gistir einnig Vífilsstaða- hæli og er allur eigi miklu síðar en Karl. Þannig eru blóm hennar kurluð niður í hásumarstíð. Hún fékkst ekki til um mikinn harm, steig aðeins fastar á fótafjölina og nálin tif- aði tíðar. VII. Haust eitt er ég fluttur í Hafnarfjörð. Málmfríður er þá setzt þar að og býr í húsi gegnt mér handan við göt- una. Enn á margur leið til hennar með gamla flík og efni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.