Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
fæðingu. Þessum skjólstæðingum sínum reyndist hún ást-
ríkur vinur til þeirra hinztu stundar. Hún var Ijósið, sem
lýsti.
Dagbjört H. Jónsdóttir var fædd í Sellátri í Stykkis-
hólmshreppi 24. maí 1870. Foreldrar hennar voru Jón
Bjarnason og kona hans, Margrét Andrésdóttir. Voru þau
dugnaðar og sæmdarhjón. Þau voru bæði alin upp við
breiðfirzkt eyjalíf. Þótti Margrét afbragð alþj'ðukvenna að
þrótti og dugnaði, til dæmis reri hún sem háseti með karl-
mönnum á haustvertíðum í Höskuldsey á yngrí árum.
Dagbjört giftist 21 árs gömul, 6. nóvember 1891, frænda
sínum Níelsi Breiðfjörð Jónssyni frá Akureyjum í Helga-
fellssveit og var hjónaband þeirra hið ástríkasta. Þau hjón-
in eignuðust 5 börn, er öll komust til fullorðinsára, lifa 4
þeirra móður sína, öll búsett í Stykkishólmi.
Við fyrsta barnsburð sinn missti Dagbjört heilsuna, og
þótt hún fengi bót að nokkru, var hún eftir það heilsulítil
alla ævi. En þá vildi henni það happ til, að föðursystir
hennar, Sigríður Bjarnadóttir, var henni stoð og stytta sem
bezta móðir væri, ásamt hennar góða eiginmanni.
Allt hið gamla fólk, sem áður er getið, fékk að deyja
undir hennar hjúkrun og handleiðslu; mátti það varla dag-
stund af henni sjá.
Heimili þeirra Níelsar og Dagbjartar var með miklum
myndarbrag og voru þau mikils virt af öllum, er þeim
kynntust, en þeir voru margir, því öllum þótti þar gott að
vera, og fyrir gestrisni var heimilið þekkt, sem mjög var
siður í breiðfirzkum eyjum.
Mann sinn missti Dagbjört 16. desember 1923. Eftir lát
hans bjó hún áfram með börnum sínum í 6 ár, bregður
hún þá búi, en eldri sonur hennar tók við jörðinni, sem
var eign hennar. Var hún svo í húsmennsku með yngstu
dóttur sinni og föðursystur sinni í 3 ár. Eftir lát Sigríðar