Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 65

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 65
BREIÐFIRÐINGUR 63 frænku sinnar fluttist Dagbjört vorið 1932 til Elliðaeyjar með Dagbjörtu dóttur sinni og manni hennar, Jónasi Páls- syni. Var þá yngri sonur hennar Jón giftur Kristínu Páls- dóttur og bjuggu þeir mágar þar báðir. Nú var Dagbjört hinn góði engill heimilanna og gladd- ist við leik barnabarnanna og velgengni barna og barna- barna. En ekki er lengi að syrta! Því eftir 214 ár drukknaði Jón sonur hennar í fiskiróðri við annan mann, í mannskaða- veðrinu mikla 14. desember 1935. Nú hafði mildi hennar nóg að vinna að hugga og ljós hennar að lýsa. En hún átti svo mikla þolinmæði, og trúar- traust á æðri mátt til að sjá og hjálpa. Seinna fluttist hún svo til Stykkishólms með Dagbjörtu dóttur sinni og manni hennar og var hjá þeim til dauða- dags, 20. febrúar 1955, þá hátt á 85. aldursári. Voru þá afkomendur hennar á lífi 55, að mér er sagt. Dagbjört var meðalhá vexti, ljós í andliti með tinnu- svart hár. Svipurinn var hreinn og bar með sér yndisþokka, sem kom fram í dagfari hennar, við hvern sem í hlut átti. Eg kveð hana svo með orðum Sigrúnarljóða: Þó heimsdvalar-dreyrinn deyi þér af vörum, blærinn þær blíðlega skreytir blá-sala eilífðar! Þannig mun ég ávallt hugsa til hennar. Ingveldur A. Sigmundsdóttir.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.