Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 66

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 66
Sagnir og lausavísur úr Breiðafirði Þáttur þessi mun framvegis birtast í hverju hefti. Hér er rúm jyrir alls- kyns Breidfirzkan fró&leik. Svo sem, lausavísur, og annan kve&skap, dul- rœnar frásagnir af mönnum og málefnum. Þeir lesendur, sem eitthvað kynnu a& hafa í fórum sínum af slíku ejni, hvort sem þaS er frumsamið eóa eftir aöra, eru eindregiS hvattir til þess að senda ritinu þaS. íhugi'S hvort ekki eitthvaS, sem er þess virSi aS þaS sé varSveitt. Utanáskriftin er: TímaritiS BreiSfirSingur, Lynghaga 18 Reykjavík. Þormóður í Gvendareyjum og Oddur lögmaður. Eitt sinn hittust þeir, Þormóður skáld í Gvendareyjum, hinn landskunni galdramaður og ákvæðaskáld, og Oddur lögmaður Sigurðsson. Oddur lögmaður var með hæstu mönnum landsins, og um leið og Þormóður heilsar lög- manni, kveður hann vísu þessa: Oddur hinn hái eruð þér, eftir Krukkspá forðum. Göfugur, ekki gremstu mér, þó gaman hreyti ég orðum. Sagt er að lögmaður hafi reiðzt við og slegið Þormóð í andlitið. Þá kvað Þormóður: Hér er hnigin hurð að gátt, hitti loku kengur. Kjaftshögg hefur enginn átt ári hjá mér lengur. Skömmu síðar braut Oddur lögmaður skip sitt, „Svan“, undir Látrabjargi. Lagðist þá á sá orðrómur, að Þormóður hefði átt þar hlut að máli með fjölkynngi sinni. Kunnugur

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.