Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
maður Þormóði orðaði þetta við hann. Svaraði Þormóður
því, að víst væri hann saklaus þar, hefði hann alls ekki
viljað auka óhamingju Odds, sem ærin væri framundan.
Oddur lögmaður var síðar dæmdur frá embætti og æru,
enda þótt hann að lokum fengi uppreisn æru sinnar með
konungs úrskurði.
Oddur lögmaður var talinn skarpvitur maður og hjarta-
lilýr, en mjög ofsafenginn í skapi, sem mest bar á, er hann
var undir áhrifum víns, sem því miður mun oftast hafa
verið. . . >
Ákvæði Þormóðs og kveðskapur.
Einhverju sinni kom Þormóður fram í kaupskip í Stykk-
ishólmi og vildi ganga í káetu fyrir kaupmann, en mat-
sveinn á skipinu bannaði Þormóði það með illyrðum. Þor-
móður tróð sér þar inn engu að síður og kvað, þegar hann
kom fyrir kaupmann:
„Kokkurinn yðar, kaupmaður minn,
sé kyrktur eins og lundi;
hann gerði mér banna að ganga inn,
gikkurinn, líkur hundi.“
Litlu síðar heyra þeir kaupmaður og Þormóður eitthvert
snörl uppi á þilfarinu, og þegar að er gáð, verða þeir þess
varir, að farið er að korra í matsveini eins og verið værí
að kyrkja hann. Kaupmaður varð lafhræddur, því hann
grunaði hvað olli, skenkti í stóran bikar og rétti Þormóði
og bað hann í öllum bænum að gera bragarbót. Þá kvað
Þormóður:
„Meðan lífs ei húmar húm
hraustur sértu og virkur;