Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 68

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 68
66 BREIÐFIRDINGUR þitt um andar rýmki rúm réttur líkams styrkur.“ Við vísu þessa er sagt að matsveininum létti þegar. (ÞjóSsögur Jóns Árnasonar.) Enn frá Þormóði í Gvendareyjum. Eitt sinn varð Þormóður í bjargarskorti miklum, vanlaði þá bæði matbjörg og ljósmeti. Lá þá kona hans á sæng. Gengur þá Þormóður út úr bæ sínum í þungum hugsunum og mælir um leið fram þessa fallegu vísu: Mína þessa mýk þú raun, mæni ég til þín, hjálpin væn. Mér því sendu bjargar baun, bænheyr, lífsins eikin græn. Gengur Þormóður þá niður að sjó, og er þar þá rekinn fullorðinn selur, svo Þormóður fékk bæði matbjörg og ljós- meti. Jakob Aþaníusson og prestarnir þrír. Jakob Aþaníusson, sem kunnur er af sögnum, átti á tímabili heima á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Þá voru þar heimilisfastir þrír prestar og var einn þeirra Guðlaug- ur Guðmundsson, hinn snjalli hagyrðingur. Jakob var víst enginn prestavinur, enda fór svo, að hann orti miður fagra vísu til þremenninganna, enda þótt enginn sé nefndur þar með nafni. En vísan er svona: Þar sem svartklædd þrenning býr, þrífst ei nokkur friður. Blessun guðs á burtu flýr, en bölvun rignir niður.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.