Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
Maður, sem Jónas nefndi, en ég hef gleymt hvað hét,
fór eitt sinn síðla dags úr Stykkishólmi og ætlaði inn í
sveitir. Nesvogur var lagður, og var skrofi á ísnum og
markaði spor, er riðið var. Maðurinn leggur nú á ísinn,
en er hann er kominn hálfa leið, finnst honum sem einhver
muni veita sér eftirför. Lítur hann við og sér gangandi
mann koma á eftir sér. Fór sá fljótt yfir, og var sem hann
snerti ekki jörð. Kennir hann brátt, að þar er Elís kominn.
Fýsti hann ekki að fá hann til samfylgdar, en sér sér ekki
fært undankomu. Dettur honum þá í hug, hvort ekki mætti
tefja fyrir Elís með því að dreypa á hann brennivínstári.
Hafði hann fengið sér á vænan nestispela í kaupstaðnum
og stungið honum í þverpoka, sem bundinn var aftan við
hnakk hans. Seilist hann nú til flöskunnar og snýr sér í
hnakknum þannig, að hann nær að hella úr henni í síðustu
hestsporin. Slær svo í klárinn og reið hvað af tók. Oðru
hvoru leit hann þó um öxl og sá það síðast til Elíss, að
hann lá marflatur á ísnum og sötraði brennivínið úr hóf-
förunum.
Fleiri sögur af Elís þekki ég ekki. Má vera, að nú sé
allir Nesvogs-draugar útdauðir. Ég hef ekkert til þeirra
frétt á síðasta áratug.
(Theodðra Thoroddsen í Gráskinnu.)
Björn Konráðsson og Þórður á Rauðkollsstöðum.
Björn Konráðsson, bróðir Gísla Konráðssonar sagnaþuls
i Flatey, bjó á koti einu fyrir sunnan Snæfellsnesfjallgarð,
ekki langt frá Rauðkollsstöðum. Björn var fátækur mjög,
og eitt sinn fyrir jól biður hann Þórð, sem þá bjó á Rauð-
kollsstöðum og var talinn með ríkustu mönnum, um hangi-
kjöt til jólanna, en Þórður kvaðst ekki vera aflögufær.
Björn mun hins vegar hafa talið, að frekar vantaði viljann