Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 80

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 80
78 ÍSREIÐFIRÐINGUR í sambandi við annað eða önnur átthagafélög. En það er auðvitað mál út af fyrir sig. Utvarpskvöldvöku hélt félagið í maí að venju. Var það samfelld dagskrá um breiðfirzk menningarmál, og hafði Arelíus Níelsson tekið hana saman, en hún var flutt af Ragnheiði Asgeirsdóttur, Guðbjörgu Vigfúsdóttur, Jóni Júlíusi Sigurðssyni, Maríu Bj. Árelíusdóttur, Stefáni Jóns- syni og Friðjóni Þórðarsyni. Árelíus var þulur. Ferðalög félagsins má telja í sambandi við átthagaferð Breiðfirðingakórsins vestur til Breiðafjarðarbyggða. Enn- fremur fór hópur vestur að Olafsdal við afhjúpun minnis- varðans um Torfa Bjarnason og Guðlaugu Zakaríasdóttur. Var hið fyrrnefnda mjög skemmtileg og söguleg ferð. Heiðmörk var heimsótt 10. júní af stórum hópi Breið- firðinga og gróðursettar margar trjáplöntur af miklum dugnaði, og má félagið hyggja þar til fagurra gróðurlunda í náinni framtíð. Breiðfirðingur kom út á árinu og fylgdust þar í raun og veru þrír árgangar. Er nú og nýkomið út síðasta hefti hans, en sá árgangur er einfaldur. Sigurður Hólmst. Jónsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri ritsins, lætur nú af þeim störfum, sökum margs konar anna. Þökkum við honum öll frábæra þrautseigju hans og framúrskarandi samvizkusemi við þetta starf mörg undan- farin ár eða áratugi. Starfi hans mun nú vel borgið í höndum frænda hans, Jóns Júl. Sigurðssonar, fyrrv. formanns Breiðfirðinga- félagsins. En hann var tilnefndur eftirmaður Sigurðar við Breiðfirðing á stjórnarfundi, þar sem þeir voru báðir staddir. Ritstjóri Breiðfirðings er enn Árelíus Níelsson. Er heitið á alla Breiðfirðinga að útbreiða ritið sem bezt. Þar verða

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.