Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
fyrir um vinnumöguleika í þeirri sveit. Kristinn þekkti hún vel
frá því að hann var vikapiltur hjá föður hennar Boga Sigurðs-
syni, kaupmanni í Búðardal. Kristinn réði móður mína sem
vinnukonu að Úlfarsá í Mosfellssveit og sagði henni að á þeim
bæ væri eitt bam og fjórir unglingar. Annað átti eftir að koma
í ljós, því að daginn eftir að við komum var elsti drengurinn
fermdur. Bamið var þriggja ára en unglingamir frá fimm ára
til fjórtán ára aldurs. Þetta var ekki það umhverfi sem móðir
mín hafði ætlað. Ég var á þessum árum ódæll og féll ekki vel
inn í nýja umhverfið. Þama vorum við þó þrjú misseri.
Mér er ferðalag okkar úr Dölunum suður til Reykjavíkur
enn í fersku minni. Farið var með „rútubíl" úr Dölum í Borg-
ames. Vegna þess hvað þetta var snemma vors, voru vegir lítt
færir. Til marks um það man ég að nokkrir vegavinnumenn
með skóflur og haka fylgdu suður yfir fjall og löguðu veginn
þar sem þörf var á, svo rútan kæmist áfram. Allt var seinfarið
og tók helftina af deginum að komast til Borgamess. Þar beið
Laxfoss bundinn við bryggju. Við fórum um borð og sváfum
þar um nóttina. Árla næsta morgun voru landfestar leystar og
siglt af stað. Þegar út í fjörðinn kom hvessti og skipið fór að
láta illa í sjó og leiddi það af sér sjóveiki þeirra sem ekki voru
sjóvanir. Ég held að þar sem við vorum, niðri í skipinu, hafi
allir orðið veikir. Ég man að mömmu leið sérlega illa.
Við komum að bryggju í Reykjavík og fórum frá skipi til
gistingar í Herkastalanum. Það voru tveir sveitungar okkar
sem aðstoðuðu mömmu við að komast þangað, þeir Olafur
Tómasson frá Lambastöðum og Sæmundur Bjamason á Fjós-
um. Ekki leist mér meira en svo á þann stað. Húsakynni voru
með öðmm hætti en ég átti að venjast. Svo talaði afgreiðslu-
maðurinn dönsku sem ég skyldi alls ekki. Er maður ekki oft
hræddur við það sem maður skilur ekki?
Um morguninn er við höfðum gist eina nótt í kastalanum
fómm við út á götu og litum í kringum okkur. Þannig var, að
ég hafði heyrt talað um appelsínur og hvað þær væru góðar, en
hvorki séð þær eða bragðað. Nú fór ég að suða í mömmu um
að kaupa appelsínur. Hún lét til leiðast, en vissi ekki hvar þær