Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 59
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞJÓÐSÖGURNAR
57
margt hrjálegt sagt þar um Þorvald, og ef ekki væru varð-
veittar aðrar heimildir um hann, mætti ætla, að hann hefði
verið manngauð og úrþvætti. En fjölmargt er um Þorvald
vitað úr ýmsum áttum öðrum, og stangast flest af því við
lýsingar og umsagnir síra Friðriks Eggerz.5
Þorvaldur var í miklu vinfengi við Jón Arnason, þjóðsagna-
safnara, og fóru mörg bréf á milli þeirra og síðar giftist Katrín
dóttir hans Jóni. Aðra dóttur átti Þorvaldur, Kristínu, er síðar
giftist Jóni Thoroddsen sýslumanni og sagnaskáldi og er mikil
og kunn ætt frá þeim komin, Thoroddsenar. Friðrik Eggerz
talaði yfir moldum Þorvalds í Hrappsey og var sagt (II. 307)
um þá líkræðu, að hún væri „oratorisk, original og dæmon-
isk“. Jón Guðnason þýddi orðin „snjöll, frumleg, meinleg".
Steingrímur J. Þorsteinsson sagði aftur á móti að hún væri
„djöfulleg“, sem er sterkt til orða tekið.
Hér ætla ég að taka örfá sýnishom af orðfari séra Friðriks, en
eflaust þekkja sumir kjarnyrtari setningar og auðvelt væri að
bæta ýmsu við (I. 340). Skúli sagði eitt sinn við séra Eggert
„„...hefði ég verið á Sturlungatíð, væri ég fyrir löngu búinn
að brenna þig inni.“ Séra Eggert: „Því trúi ég, hefði ekkert
orðið mér til hlífðar.“ “
Eitt sinn voru deilur milli Skarðsstrendinga og Eyjólfs Eyja-
jarls og vildi hann veita þeim eftirför (I. 216):
Hélt Eyjólfur að þeir hefðu lagt á flóann og að ekki myndi
hann ná þeim, og því varð ekki af eftirförinni. En Skarðs-
strendingar lágu báðum skipum undir Hvanney um nóttina,
og var happ að þeir ekki hittust, ellegar hefði það að líkind-
um valdið manntjóni.
Friðrik segir í niðurlagi frásagnar af málaferlum (I. 290):
„Þannig verða menn stundum neyddir til að brúka séðleika
móti hrekkjabrögðum."
Það eru ekki einungis Dalamenn sem fengu slæma einkunn