Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
Bergsson sem í elli þeirra beggja varð tengdafaðir Lárusar. En
það var löngu seinna. Stúlkuna skyldi flytja að Hólkoti, það er
frammi á Flekkudal og nú í eyði. Þegar á bæinn kom var hann
harðlokaður og enginn maður heima. Fólkið mun hafa fengið
njósn af förinni og yfirgefið bæinn en óhæfa var að skilja eftir
stúlkuna úti með ungbamið. Nú voru góð ráð dýr. Veltu menn
því nú fyrir sér um stund hvað gera skyldi. Loks skipaði hrepps-
stjórinn Sigga Bergssyni, sem var bæði mjór og stuttur, að fara
inn um eldhússtrompinn, sem var sótug tjörutunna, og opna
bæinn innan frá. Ekki gekk Siggi orðalaust undir jarðarmen
þetta. Var þá næsta skipun að tveir skyldu taka hann og renna
honum niður og láta höfuðið ganga á undan. Sást þá að fólk
hafði farið í flýti að heiman því ullarþvælispottur var yfir
hlóðunum lítið heitur. Þar lenti Siggi niður í og tók það af
honum fall. Leysti hann svo með sóma þrautina sem fyrir
hann var lögð. Ekki er getið fleiri embættisverka Lárusar.
Lárus var í hærra lagi, meðalmaður, hörkulegur og hvatlegur,
gekk oft með skeggbrodda á hökunni sem líktust helst broddum
á ígulkeri, herðabreiður og karlmannlegur, málreifur, skemmt-
inn, greindur og víðlesinn. Lýsing þessi á við hans efri ár. Eins
og áður segir byrjaði Láms ungur formennsku. Hann hafði hug
á að efnast og tókst það, var um eitt skeið talinn ríkast maður í
sýslunni. Hann átti sandaplássið allt en það mun hafa gefið
drjúgar tekjur þegar byggðin jókst. Það var mjög títt að menn
innan úr Breiðafirði sem þess voru megnugir höfðu með sér
undir jökul ýmsan varning til sölu, verslun var þá engin á
sandi, ekki höfðu menn annað til að gjalda með en fisk af hlut
sínum þeir sem honum réðu. En fólk var yfirleitt sára fátækt
sem þar átti heima. Láras mun hafa notfært sér þessi viðskipti
meðan hann átti heima innfrá. Guðmundur Gíslason, hagyrð-
ingur ágætur, kvað svo um viðskipti Lárusar við jöklana:
Lárus vegur pund og pund
um plássið göngumæddur.
Metaskálamerki und
maðurinn sá er fæddur.