Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
nærri lagi er hann sagði í grein um Heimasæturnar í Akureyj-
um að Friðrik ritar „sem málaflutningsmaður, en ekki sem
efnistrúr sagnaritari og fer höndum um heimildir með hliðsjón
af því.“4 Þetta var niðurstaða Lúðvíks eftir að hafa borið frá-
sögn séra Friðriks um ráðstöfun á dætrum sínum saman við
varðveitt skjöl. Segja má að málstaður þeirra feðga sé betur
kynntur en málstaður andstæðinga hans. Væri því nauðsyn til
að gefa út Skarðsstrendinga sögu til að málsemdir andstæð-
inga hans kæmu betur fram í dagsljósið.
Úrfylgsnumfyrri aldar er vel þekkt fyrir margar vel mergjaðar
mamilýsingar og er hér rétt að taka upp lýsingu á Þorvaldi Sívert-
sen í Hrappsey. Sú lýsing er tilfærð af því að samband Friðriks og
Þorvalds skiptir máli fyrir það efni, sem hér er til umfjöllunar.
Þorvaldur var kvæntur Ragnhildi, dóttur Skúla sýslumanns á
Skarði og var það eitt nóg til að gera hann vafasaman í augum
séra Friðriks, en honum farast svo orð um Þorvald (I. 220):
I hærra lagi meðalmaður á vöxt, grannvaxinn með sívalar,
mjóar herðar, siginaxla með innbogið brjóst, háls- og hand-
leggja langur, togin-, grann-, mjó- og fölleitur í andliti,
svartur á hár og skegg, er varð grátt með aldrinum, með
loðnar, svartar og miklar augabrýr, og var kallað, að í þeim
sætu brúnablikur, og ekki þótti hann myndarlegur. Hann hló
manna hæst, og var sem hljóðið skylli á gómnum og líktist
svartbaksgaggi. Kallaður var hann góður ektamaki, faðir,
húsbóndi og gestrisinn, undirhyggju- og óheilindamaður
mikill og ekki aðkomstavandur, fagurmæltur í eyru, en mið-
ur hreinlyndur á bak og talaði þá í ráðgátum og dylgjum.
Þorvaldur var hin liprasta höfðingjarófa, er menn hafa
nokkru sinni þekkt við Breiðafjörð.
Ekki er hægt að segja að þessi lýsing sé jákvæð og miklu víð-
ar getur séra Friðriks hans á líkan hátt. Því er rétt að tilfæra
orð þess manns sem mest hefur rannsakað breiðfirska sögu,
Lúðvíks Kristjánssonar, en hann sagði svo:
Þorvaldur kemur víða við sögu ... Friðriks Eggerz ... Er