Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
Náttmyrkur var og skýjað, og svört tjöld voru dregin fyrir
glugga vélarinnar, sjálfsagt til þess að hennar yrði síður vart.
Flogið var í mikilli hæð. Flugstjórar voru tveir og farþegamir
sex. Auk mín voru þarna fjórir, pólskir flóttamenn og Norð-
maður. Okkur leið vel, en við fengum hvorki vott né þurrt á
leiðinni og töluðumst fátt við. Dimmt var inni í vélinni. Ekkert
sérstakt bar til tíðinda. Eftir fjórar til fimm klukkustundir var
flugið lækkað, og ferðin var á enda. Við vorum komnir yfir
Skandinavíu og Norðursjó til Skotlands og lentum á flugvelli
hjá Aberdeen. Þá var klukkan eitt eftir miðnætti.
Þegar flugvélin lenti, var flugvöllurinn umkringdur ein-
kennisklæddum hermönnum, og fylgdu þeir okkur til húsa.
Þar sátum við um nóttina, á meðan farangur var rannsakaður
og teknar af okkur skýrslur. Te og tvíbökur fengum við einu
sinni um nóttina.
Klukkan rúmlega 7 um morguninn var ég laus við yfir-
heyrsluna og mér var þá ekið á hótel þar skammt frá, en þar
dvaldi ég þann dag allan.
Daginn eftir fór ég til Edinborgar og var þar í góðu yfirlæti
hjá Sigursteini Magnússyni, sem var þar fulltrúi Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Sigursteinn fékk ungan íslenskan
námsmann til þess að sýna mér borgina og vera mér til
skemmtunar. Flvorugur þekkti hinn nema af afspum, enda
vorum við sinn úr hvorum landsfjórðungi. Seinna urðum við
báðir bændur, hvor á sinni föðurleifð.
Dvalið í Fleetwood
Eftir eins dags dvöl í Edinborg fór ég til Fleetwood, en þaðan
hafði Sigursteinn útvegað mér skipsferð til íslands. Ég fór
með járnbrautalest á milli Edinborgar og Fleetwood, og var
búið að biðja ræðismann Islands í Fleetwood að taka á móti
mér á jámbrautarstöðinni, en ég þekkti hann ekki og hann
ekki mig. Ég svipaðist um á jámbrautastöðinni, hvort þar væri
nokkur, sem biði, en svo virtist ekki vera. Þegar flestir voru
farnir, tók ég ferðatöskur mínar og ætlaði að ganga inn í