Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 123
MINNING
121
1947. Hann varð síðan verkstjóri hjá stofnuninni við hafnar-
gerðir víða urn land. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir 1991, að undanskildum tveimur ár-
um er hann var sveitarstjóri í Stykkishólmi, 1966-68.
Bergsveinn hóf sambúð árið 1946 með Sigrúnu Sigurðar-
dóttur, f. 23. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru Sigurður
Einarsson, bóndi í Gvendareyjum á Hvammsfirði, og Magnús-
ína Guðrún Bjömsdóttir kona hans. Bergsveinn og Sigrún slitu
samvistir 1983. Börn þeirra eru: Brynja f. 11. ágúst 1947,
Sigurður f. 22. júní 1949, Lára, f. 20. ágúst 1953, Alma, f. 1.
september 1955 og Freyja, f. 8. janúar 1958. Afkomendurnir
eru orðnir 26 talsins.
Bergsveinn var mikill áhugamaður um bridds og spilaði um
áratugaskeið með Breiðfirðingafélaginu. Hann var félagi í
Verkstjórafélagi Reykjavíkur og sat í trúnaðarráði þess frá
1976-88. Hann stundaði söfnun örnefna í Breiðafirði um langt
skeið og skráði niður mikinn fróðleik um þau. Hann var alla
tíð tengdur hinu breiðfirska umhverfi sterkum böndum. Trillu
átti Bergsveinn sem hann geymdi í Stykkishólmi. „Hann
þekkti að sjálfsögðu hverja eyju og gat vísað á byggðarleifar
hennar, vatnsból, slægjur, mótak og vissi hvaða lendingu
skyldi nota í hverri vindátt. Auk eyjanna sjálfra áttu hólmar og
sker sína sögu, ýmist kátlega eða dapurlega, sannsögulega eða
uppdiktaða og færða í stíl af listfengum sagnamanni. Þá var
einkar lærdómsríkt að kynnast í návígi þeim hættum og þeirri
gjörþekkingu sem þurfti til að stýra rétt milli einstakra skerja.“
Þetta segir Árni Bjömsson þjóðháttafræðingur í minningar-
grein um Bergsvein.
Eftirtaldar greinar ritaði Bergsveinn í Breiðfirðing: Eyja-
flutningar (1990); Bátasmíðastöð Breiðfirðinga Bátalón hf:
fyrstir til að smíða skip til útflutnings (1997); Oddbjamarsker
(1998); Ein á báti (1998); Magðalena Lára Kristjánsdóttir 100
ára (1998); Síðasti Sauðeyingurinn (1999); Stóra flyðran
(1999); Lárus Skúlason (2002) og Minningar úr ævidagbók-
inni, Frostdynkir (2002). Hann var einnig fundvís á forvitni-
legt efni frá öðrum og kom mörgu því á framfæri í ritinu.