Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 15
13
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM
ust saman, góð visk var bundin saman í búnt og snéru öll
stráin eins, þ.e. öxin saman. Búntin voru sett saman í sæti og
eftir að hafa staðið úti á akri í nokkum tíma vom þau flutt
heim til þreskingar. Þegar stakkamir vom teknir af akrinum
birtist þvílíkur fjöldi af músum að ég hef hvergi séð annað
eins. í byggingu sem var sambyggð við fjós og mjólkurkæli
var þreskivélin. A veggnum var gat og í gegnum það var
búntunum kastað beint í þreskivélina úr vögnunum sem fluttu
þau heim. Úr vélinni kom komið annars vegar og hálmurinn
hins vegar. Komið var allt notað til skepnufóðurs en hálmur til
undirburðar í bása og stíur. Þreskivélin var líklega knúin með
steinolíuvél. Þarna var mikill hávaði og var mér haldið langt
frá, enda var ég smeykur, ekki síst eftir að eldri maður sem var
að hirða einhver strá og setja í þreskivélina lenti með hendina
í göddum og slasaðist töluvert. Næst vöktu athygli mína fóð-
urrófur og hvítkál sem ræktað var í görðum úti á túni, en flutt
heim og kúnum gefið þegar þær voru teknar í hús. Tekið var
upp daglega og gefið og entist uppskeran langt fram á haust.
Eins og fyrr var getið, var stórbú á Blikastöðum. Þar af
leiddi að margt fólk var í heimili. Magnús og Kristín áttu ekki
böm saman, en Magnús átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi.
Þær voru uppkomnar og fluttar að heiman. Önnur þeirra, Sig-
urbjörg, var farin að búa, en Helga vann á skrifstofu í Reykja-
vík, en kom oft heim að Blikastöðum um hátíðir og helgar.
Hún bjó svo þar eftir daga Magnúsar.
Á Blikastöðum dvaldi þennan vetur Dr. Jón Dúason, sem
þekktur er fyrir skrif sín um rétt Islands til Grænlands. Hann
var ekki mannblendinn. Sat við skriftir þennan vetur, en
stundum var hann í Reykjavík að afla sér heimilda. Hann var í
herbergi sem var hægra megin er komið var inn um útidymar.
Ég laumaðist eitt sinn inn til hans og sá þéttskrifuð gul blöð,
en ekki gat ég lesið hvað á þeim stóð. Björg Sigurðardóttir,
gömul kona að því að mér fannst var á Blikastöðum. Maður
hennar var nýlátinn en bæði höfðu þau verið í vist hjá
Magnúsi. Þessi kona var mér góð, en kannski naut ég frænd-
seminnar. Hún var afasystir mín. Hún átti mjög fomlegt vasa-