Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 33
MANNSKAÐAVEÐRIÐ í DESEMBER 1925
31
þó yfirleitt ekki þykkari en svo, að víðast hvar var hægt að ná í
gegnum þá með 5 snúra girðingarteini, eða hrífuskafti.
Samt fundum við hann ekki þennan dag.
Næsta dag, föstudag, vorum við sextán í leitinni og skipuð-
um okkur hlið við hlið, höfðum ekki lengra á milli okkar en
svo, að við náðum saman með höndum. Botnstungum við þilj-
umar við hvert skref og tókum svo hverja skákina við aðra,
þvera girðinguna.
Að lokum fundum við Lárus en hann var ekki í þykkri
fönn. Hann var neðarlega í hallanum á litlu smáholti, aðeins
fölvaði yfir hann, en samt nóg til þess, að hann sást ekki fyrr
en komið var alveg að honum. Hann lá á grúfu með hægri
handlegg undir hægri kinn - með prik sitt í vinstri hendi.
Hann sneri höfði að ánni og andlitinu í norðaustur. Það vottaði
ekki fyrir að það hefði skafið að honum. Þetta föl, sem huldi
hann, var eins og eftir lognél í veðurbreytingum.
Við bámm Lárus heitinn heim. Eg hjálpaði til þess að ná af
honum fötunum.
Mig undraði hversu hann var fáklæddur. Hann var aðeins í
blússu, utan yfrr þykkri peysu, dúk-millliskyrtu, prjóna-nærskyrtu
nýrri, prjónanærbuxum og vaðmálsbuxum, tvennum sokkum,
með sjóhatt á höfði, með eymahlífum og bundið undir kverk. En
hann var með lambúshettu í barmi sér, sem sjáanlega hafði ekki
verið hreyfð til að setja upp. Trefil mun hann hafa haft um hálsinn.
Mig undraði hve líkið var lítið fennt og fötin lítið freðin.
Þeir voru jarðaðir í Hvammi í Hvammsveit, Láms heitinn
og Sigurbjöm Magnússon í Glerárskógum.
Það er ekkert nýtt, þótt menn falli í valinn við líkar aðstæð-
ur og voru þessa minnistæðu desemberdaga. - En aðstæður og
orsakir geta þó verið býsna ólíkar.
Þegar við fundum Láms heitinn, eins og ég hef frá skýrt, mun
hafa hrotið útúr mér: „Hann hefur aldrei af fótum farið, fyrr en
þama síðan á mánudagsmorgun.“ Það var lítið tekið undir þetta.
En hvenær féll Lárus þama fram yfir sig ?
Ég ætla að bæta svolitlu við, sem ég sá í fyrsta blota, er
kom eftir þessa umtöluðu hríð.