Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 65
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞIÓÐSÖGURNAR
63
óttur. Einnig er nokkuð mikið um fylgjur (II. 14) og drauga,
því að sú trú var þá við góða heilsu, meira að segja er eitt sinn
getið, að draugur hafi orðið mannsbani (I. 317). Einnig nefnir
hann ákvæðaskáld (I. 168), en trú á þau hélst lengur en á
galdra. Mest er þó trú séra Friðriks á draumum og segist hann
(II. 411) hafa meðan hann var prestur dreymt fyrir því hverjir
dæju í sóknum sínum það árið. Segir hann bæði frá sínum
draumum og draumum Eggerts föður síns.
Af því sem hér hefur verið rakið er augljóst, að hefði gott
samband komist á milli séra Friðriks og Jóns Amasonar, hefði
margt komið frá Friðrik í Þjóðsögurnar. Ættardeilur hafa þar
valdið fræðunum ómældum skaða.
III.
Árið 1943 gaf Steingrímur J. Þorsteinsson út doktorsritgerð sína:
Jón Thoroddsen og skáldsögur hans. Eins og fyrr var getið var
Jón tengdasonur Þorvalds Sívertsen. Þegar Steingrímur var að
vinna að bókinni ferðaðist hann „um Barðastrandar-, Dala- og
Borgarfjarðarsýslur til að rita upp sagnir gamals fólks um Jón
Thoroddsen og söguefni hans.“ Á ferð um Dali a. m. k. var með
honum Ragnar Jóhannesson úr Búðardal, síðar skólastjóri á
Akranesi, en Bjarni í Ásgarði setti undir þá hesta. í bók Stein-
gríms er langur kafli „Mannlýsingar" og eins og Steingrímur
sjálfur sagði í formála er þar ekki reynt að svara: „hvaða maður
sé einhver sögupersónan, heldur hitt, hvert sé að leita fyrirmynd-
ar sögupersónunnar, hráefnisins, sem hún er unnin úr, tilefnis
þess, að hún var sköpuð"9. Sú mannlýsing, sem fær mest rúm í
bók Steingríms er brögðótti presturinn séra Sigvaldi í Manni og
konu, þar sem rakið er ýmislegt sameiginlegt honum og séra
Friðrik. „Það er fyrst og fremst skuggahlið séra Friðriks, sem er
dregin upp og dekkt um leið, en kostum hans kynnumst við
fæstum í þessari endursköpuðu mynd“.10 T. d. var séra Sigvaldi
ekki sagður ríkari af bókum en milli húsgangs og bjargálna, en
Friðrik bókamaður með afbrigðum, eins og ljóst mætti vera af
því sem að framan var sagt.