Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 89
FERÐAFRÁSÖGNIN MÍN
87
var að verða úti eða koma öllu í gang. Vakna mín sál ég þarf að
drífa mig frá Drífanda og komast yfir skörð og víkur. Náði í vatn
og hristi aðeins tjaldið, síðan lá Ieið til svokallaðrar sorpurðunar,
en ég var formaður sorpnefndar - urðunarstjóri. I kulda og trekki
fór ég með pokaskeinuna, og hvað nema 2 skrefum frá tjaldinu
sprettur upp tófa jafn steinhissa úr værum lúr og horfir á mig
undrunaraugum Ég hrópa á hina í tjöldunum, en tófa teygir úr
sér og hélt áfram að vera frekar heimilisleg. Ég greip myndavél-
ina úr úlpuvasanum og smellti af í hvelli, þetta var svei mér ná-
vígi við tófu, skemmtilegt að sjá hana svona nálægt. Tjaldbúðir
teknar upp og enn haldið af stað, þá blasti við Smiðjuvík,
geysilega hrikaleg fegurð og hamramir miklir við sjóinn, þar
sem hann var hvítfryssandi og skall með miklum krafti á fjör-
unni og klettunum. Þama var foss sem steyptist fram af hrika-
legu berginu, enn lá leið yfir á og upp bratta hjallana til Barðs-
víkur. Við blasir grösug og ægifögur vík, það er Barðsvíkin með
sína sendnu strönd og víðlent votlendi hvert sem augum var Iitið
og einnig stórri á sem að við óðum með nokkurri fyrirhöfn. Það
varð okkur nokkur freisting að halda út víkina að húsi einu er
stóð yst í víkinni til að hvílast, en við fengum okkur rúgbrauðið
góða ásamt miklu af smjöri svo að ekki sé talað um súkkulaði.
Við það vaknaði þrótturinn og kjarkurinn í öllum að nýju og enn
var haldið á brattann til að klífa Göngumannaskörð til Bolung-
arvíkur (374m). Þá tók að halla niður á við að nýju, við Hildur
Boga hlóðum myndarlega vörðu efst þar sem önnur hafði staðið
en í tímanna rás horfið, því án þess að hafa vörðu eða stiku er
ekki gott að átta sig hvert skal haldið þegar þokan liggur svona á
fjöllunum. Þetta bjargaði okkur á milli bæja ef svo skyldi kalla.
Bolungarvíkin er grösug með svakalegri brimströnd, sem er með
mikið af skeljasandi, nánast hvít að sjá í fyrstu, sérstakt eins og
allt annað sem borið hafði fyrir augu. Hrakin og köld berumst
við til byggða, tökum hús hjá Vilmundi Reymarsyni óðalsbónda
Bolungarvíkur og beiðumst gistingar blaut inn að beini. Þar
vorum við heppin, enginn í húsunum og við boðin velkomin.
Þama er stórfín aðstaða með góðum kojum og eldunaraðstöðu.
Þetta gerði gæfumuninn, náðum að þoma, þurrka okkur og þvo,