Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 61
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞJÓÐSÖGURNAR
59
og kerlingasögur og hafði svo gott minni, að þær komu
aldrei í rifinn sjóð, hversu sem hann fjölgaði þeim frá um-
ferðafólki. Með sögum þeim skemmti hann foreldrum sín-
um í rökkrunum, er lögðu sig um litla stund til svefns, og
gat Friðrik haft nóg til þess alla þá tíð, sem í rökkrinu var
sofið að vetrinum, því þær sögur kunni hann hundruðum
saman og gjörði síðar registur yfir þær, sem nú er týnt.
Hér er lýsing á sagnaskemmtun á Ballará í upphafi 19. aldar.
Þar hefur þó sennilega verið bókakostur í betra lagi og því
ekki eins brýn þörf á sagnaskemmtun og víða. Takið eftir orð-
unum: „karla- og kerlingasögur", en hér er örugglega einkan-
lega átt við þær sögur, sem vanalega eru kallaðar ævintýri.
Friðrik hefur haft karlana fyrst, sem gæti bent til þess, að
kerlingasögur hafi hér ekki mjög neikvæða merkingu. Ovíst er
þó hvernig Friðrik hefur nákvæmlega skilið þessi orð, eins
víst, að merkingin hafi verið öllu víðari en orðið ævintýri
hefur núna. í orðinu gætu einnig falist sumar útilegumanna-
og huldufólkssögur, en það fáum við því miður aldrei að vita.
Nútímamerkingin á orðinu ævintýri var þá ekki kunn, sbr.
nafnið á kverinu, Islenzk ævintýri, sem þeir gáfu út Jón Arna-
son og Magnús Grímsson 1852. Þar voru þjóðsögur, en þar er
ekkert ævintýri í nútíma merkingu orðsins.
Friðrik gerði skrá um ævintýri, sem varðveitt er með hendi
hans í handritinu Lbs. 939, 4to og lét Einar 01. Sveinsson pró-
fessor prenta hana á þýsku,'1 í skrá sem hann tók saman um
ævintýri á íslensku. Nokkur ævintýranna þekkti Einar Ólafur
ekki annars staðar, þótt efni þeirra kynni að vera til undir
öðrum nöfnum. Ekki skiptu ævintýrin í skránni hundruðum,
því að aðeins eru nefnd tuttugu og sjö. Okkur þykir nú næsta
furðulegt, að Friðrik skyldi ekki skrifa meira af þessum sög-
um, en hér er sennilega enn eitt dæmið um það hve margt er
ekki talið þess vert að vera til á skrifi. Hér er ekki hægt að
kenna um pennaleti Friðriks, og menn hefðu nú verið þakk-
látir honum hefði hann skrifað fleiri ævintýri.