Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 14

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 14
12 BREIÐFIRÐINGUR Magnús úr Vestur-Húnavatnssýslu, en Kristín var dóttir Jósa- fats á Holtastöðum, sem var um skeið alþingismaður Hún- vetninga. Um hann var kveðið í Alþingisrímum. Jósafat bjóst aldinn út í álmahretið. Ætla kvaðst með elli bleika óskefldur til hildarleika. Stórbúskapur var rekinn á Blikastöðum á þess tíma mæli- kvarða. Þar voru um fimmtíu mjólkandi kýr og mörg geld- neyti. Þó að mjólkurframleiðsla væri án efa undirstaða bú- skaparins, var þar margt annað, sem studdi við hann. Byggingar voru miklar og fleiri í smíðum, til dæmis stór hlaða sem steypt var og komin með þak þegar ég kom. Um haustið var unnið við að sprengja klöpp, sem var í gólfi. Borað var með handborum mislöngum, frá 50 sentimetrum til eins metra og um það bil 3/4“ í þvermál. Slegið var á þá með hamri og snúið við hvert högg. Sprengt var með dínamíti, en þegar búið var að hlaða, var sett torf og fleira sem kom í veg fyrir að skemmdir yrðu. Daginn eftir að ég kom var verið að taka upp kartöflur. Garðurinn var upp undir vegi og fór ég þangað. Margir af vinnumönnum Magnúsar voru þar að verki. Veður var gott og kyrrlátt og margt skrafað. Þá kynntist ég því á hvem veg ungir vinnumenn töluðu um konur og samskipti sín við þær. Kart- öfluuppskeran var lítið meiri en til heimilisnota, enda stórt heimili, oftast fleiri en 20 manns í mat. Kartöflumar voru geymdar þannig um veturinn að grafin var gryfja í eina fjár- húskró, þar vom þær settar, breitt yfir, síðan mokað mold þar yfir. Kindumar sem voru í krónni um veturinn sáu um að ekki frysi. Fjárhúsin stóðu handan við lækinn sem um túnið rennur, ekki langt frá þar sem nýju íbúðarhúsin standa. Næsta verk var að slá og hirða komið, en Magnús var með töluvert svæði undir komrækt. Slegið var í þurru veðri. Korn- ið var allt slegið með orfi og ljá, á orfinu var útbúnaður sem kom í veg fyrir að stráin féllu niður eitt og eitt heldur söfnuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.