Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
Magnús úr Vestur-Húnavatnssýslu, en Kristín var dóttir Jósa-
fats á Holtastöðum, sem var um skeið alþingismaður Hún-
vetninga. Um hann var kveðið í Alþingisrímum.
Jósafat bjóst aldinn út í álmahretið.
Ætla kvaðst með elli bleika
óskefldur til hildarleika.
Stórbúskapur var rekinn á Blikastöðum á þess tíma mæli-
kvarða. Þar voru um fimmtíu mjólkandi kýr og mörg geld-
neyti. Þó að mjólkurframleiðsla væri án efa undirstaða bú-
skaparins, var þar margt annað, sem studdi við hann.
Byggingar voru miklar og fleiri í smíðum, til dæmis stór
hlaða sem steypt var og komin með þak þegar ég kom. Um
haustið var unnið við að sprengja klöpp, sem var í gólfi.
Borað var með handborum mislöngum, frá 50 sentimetrum til
eins metra og um það bil 3/4“ í þvermál. Slegið var á þá með
hamri og snúið við hvert högg. Sprengt var með dínamíti, en
þegar búið var að hlaða, var sett torf og fleira sem kom í veg
fyrir að skemmdir yrðu.
Daginn eftir að ég kom var verið að taka upp kartöflur.
Garðurinn var upp undir vegi og fór ég þangað. Margir af
vinnumönnum Magnúsar voru þar að verki. Veður var gott og
kyrrlátt og margt skrafað. Þá kynntist ég því á hvem veg ungir
vinnumenn töluðu um konur og samskipti sín við þær. Kart-
öfluuppskeran var lítið meiri en til heimilisnota, enda stórt
heimili, oftast fleiri en 20 manns í mat. Kartöflumar voru
geymdar þannig um veturinn að grafin var gryfja í eina fjár-
húskró, þar vom þær settar, breitt yfir, síðan mokað mold þar
yfir. Kindumar sem voru í krónni um veturinn sáu um að ekki
frysi. Fjárhúsin stóðu handan við lækinn sem um túnið rennur,
ekki langt frá þar sem nýju íbúðarhúsin standa.
Næsta verk var að slá og hirða komið, en Magnús var með
töluvert svæði undir komrækt. Slegið var í þurru veðri. Korn-
ið var allt slegið með orfi og ljá, á orfinu var útbúnaður sem
kom í veg fyrir að stráin féllu niður eitt og eitt heldur söfnuð-