Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 31
MANNSKAÐAVEÐRIÐ í DESEMBER 1925
29
veðri - beint á bæinn. Hann fór þó lengra en skyldi og áttaði
sig ekki fyrr en hann datt ofan í kvíar, sem voru fast við
girðinguna og þaðan tók hann aftur stefnuna á bæinn, en samt
tókst ekki betur til en það, að hann þekkti sig fyrst, er hann
rakst á áburðarhlass, sem hann var nýbúinn að aka á flöt fram-
undan bænum, og það bjargaði honum.
Ég fór með Sigurði að Hömrum. Við gengum um á Sval-
höfða. Þurftum að fá meiri mannhjálp. Þegar við komum að
Höfða, kallaði Sigríður Gísladóttir, húsfreyja mig afsíðis.
Sagði hún mér, að sig hefði dreymt þá um nóttina, að faðir
sinn, Gísli (sem kenndur er við Kvíslarsel) hefði komið inn á
gólfið til sín gustmikill og sagt: „Það er stand í kotinu núna -
hestamir hans Sigurjóns eru þrír dauðir héma fyrir utan
Hólmavatnsá og hann Lárus er að deyja í Hamragirðingunni.
Ég lagði til við gömlu konuna að best væri að láta þetta
kyrrt liggja, til að byrja með. Mér þótti ótrúlegt, að hestar á
þeim stað hefðu ekki staðið af sér bylinn.
Þeir komu báðir feðgamir með okkur, Sigurjón og Gísli.
Þegar við komum út fyrir Hólmavatnsá, þá sáum við eitt hross
af fjórum, sem áttu að vera þar. Stóð þetta hross á hól, sem
heitir Dagmálahóll. Er hann hæstur af hólum þeim, sem vana-
lega eru kallaðir Hamrahólar, - upp af Dagmálahólum liggur
ás beint í norður. - Eftir háásnum hafði myndast skaflhryggur,
hálfur annar meter á þykkt, h.u.b. Var hann harðskafinn, svo
hann hélt manni.
Við veittum því strax athygli að það voru svellaðar hrúgur
upp úr skaflinum. Við nánari athugun kom í ljós, að undir
þessum svellahrúgum vom tveir hestar, annar dauður, fullorð-
inn hestur, og svo folald með nokkm lífsmarki. (Fjórða hross-
ið sást ekki, enda fannst það ekki fyrr en um vorið - var hærra
í hólunum.)
Eins og áður var getið, myndaðist skel á fönnina, áður en
sjálf hríðin brast á, á mánudag. Þó að þiljumar væru miklar og
allar lautir fullar eftir bylinn, þá voru stórir fletir klammaðir
og þar var sporrakt frá því að fraus á mánudag.
Áður en við komum yfir ásinn, sem við fundum hestanan á,