Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
hjá séra Friðrik, en Borgfirðingar fá eftirfarandi umsögn hjá
honum (II. 147):
Friðrik var aldrei mikið gefið um Borgfrrðinga yfir höfuð áleit
þar skinhelgt, eigingamt, hjóllynt og óheilinda fólk. Áður hann
læsti bænum á Svarfhóli og fór vestur og tók með sér lykilinn,
kallaði hann ... til votta að því, að hlandkollum var þar raðað
með tölu norðan rnegin í bæjardymar. En er Friðrik kom til
baka, kallaði hann sömu vottana með sér ... og opnuðu þeir
bæinn. Voru þá allar kollumar famar m. fl. Friðrik kvað sér
kæmi aldrei á óvait, þó sér væri sagt að versta fólk og mörg
ótuktargrey væru í Borgarfirði, en aldrei hefði hann haldið þá
slfk óræsti, að þeir mundu leggjast á hlandkollumar til að stela
þeirn, og yrði það sveit þeirra til verðugrar skammar, að jústits-
mál yrði út úr kolluþjófnaðinum og fleim á Svarfhóli.
Úr fylgsnum fyrri aldar hlaut ekki sömu örlög og margar ævi-
sögur, sem prentaðar hafa verið, að lenda uppi í hillu og
gleymast og ef þær koma fram á fornbókasölum fást þær fyrir
lítið. Kjarnyrt málfar séra Friðriks hefur valdið því að bókin
hefur verið mikið lesin og seldist upp og þegar hún kemur á
fornbókasölur er hún dýr.
I heild verður að segja að fyrra bindið, ævisaga séra Eggerts
Jónssonar, sé mergjaðra og hvassyrtara en síðara bindið, ævi-
saga séra Friðriks. Eggert hefur verið öllu æstari en Friðrik
var. Um þjóðfræðaefni í þessum bókum verður rætt hér á eftir.
II.
Nú verður farið fáeinum orðum um þjóðfræðaefni í ritum séra
Friðriks Eggerz og fyrst um þann þátt íslenskra þjóðfræða sem
mjög hefur vanræktur verið undanfarið, ævintýri, þ. e. sögum
af karli og kerlingu í koti sínu og kóngi og drottningu í ríki
sínu. I ævisögu sinni segir séra Friðrik svo (II. 14.):
Friðrik var sér á uppvaxtarárunum allsstaðar úti um karla-