Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 65

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 65
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞIÓÐSÖGURNAR 63 óttur. Einnig er nokkuð mikið um fylgjur (II. 14) og drauga, því að sú trú var þá við góða heilsu, meira að segja er eitt sinn getið, að draugur hafi orðið mannsbani (I. 317). Einnig nefnir hann ákvæðaskáld (I. 168), en trú á þau hélst lengur en á galdra. Mest er þó trú séra Friðriks á draumum og segist hann (II. 411) hafa meðan hann var prestur dreymt fyrir því hverjir dæju í sóknum sínum það árið. Segir hann bæði frá sínum draumum og draumum Eggerts föður síns. Af því sem hér hefur verið rakið er augljóst, að hefði gott samband komist á milli séra Friðriks og Jóns Amasonar, hefði margt komið frá Friðrik í Þjóðsögurnar. Ættardeilur hafa þar valdið fræðunum ómældum skaða. III. Árið 1943 gaf Steingrímur J. Þorsteinsson út doktorsritgerð sína: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans. Eins og fyrr var getið var Jón tengdasonur Þorvalds Sívertsen. Þegar Steingrímur var að vinna að bókinni ferðaðist hann „um Barðastrandar-, Dala- og Borgarfjarðarsýslur til að rita upp sagnir gamals fólks um Jón Thoroddsen og söguefni hans.“ Á ferð um Dali a. m. k. var með honum Ragnar Jóhannesson úr Búðardal, síðar skólastjóri á Akranesi, en Bjarni í Ásgarði setti undir þá hesta. í bók Stein- gríms er langur kafli „Mannlýsingar" og eins og Steingrímur sjálfur sagði í formála er þar ekki reynt að svara: „hvaða maður sé einhver sögupersónan, heldur hitt, hvert sé að leita fyrirmynd- ar sögupersónunnar, hráefnisins, sem hún er unnin úr, tilefnis þess, að hún var sköpuð"9. Sú mannlýsing, sem fær mest rúm í bók Steingríms er brögðótti presturinn séra Sigvaldi í Manni og konu, þar sem rakið er ýmislegt sameiginlegt honum og séra Friðrik. „Það er fyrst og fremst skuggahlið séra Friðriks, sem er dregin upp og dekkt um leið, en kostum hans kynnumst við fæstum í þessari endursköpuðu mynd“.10 T. d. var séra Sigvaldi ekki sagður ríkari af bókum en milli húsgangs og bjargálna, en Friðrik bókamaður með afbrigðum, eins og ljóst mætti vera af því sem að framan var sagt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.