Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 58
56 BREIÐFIRÐINGUR nærri lagi er hann sagði í grein um Heimasæturnar í Akureyj- um að Friðrik ritar „sem málaflutningsmaður, en ekki sem efnistrúr sagnaritari og fer höndum um heimildir með hliðsjón af því.“4 Þetta var niðurstaða Lúðvíks eftir að hafa borið frá- sögn séra Friðriks um ráðstöfun á dætrum sínum saman við varðveitt skjöl. Segja má að málstaður þeirra feðga sé betur kynntur en málstaður andstæðinga hans. Væri því nauðsyn til að gefa út Skarðsstrendinga sögu til að málsemdir andstæð- inga hans kæmu betur fram í dagsljósið. Úrfylgsnumfyrri aldar er vel þekkt fyrir margar vel mergjaðar mamilýsingar og er hér rétt að taka upp lýsingu á Þorvaldi Sívert- sen í Hrappsey. Sú lýsing er tilfærð af því að samband Friðriks og Þorvalds skiptir máli fyrir það efni, sem hér er til umfjöllunar. Þorvaldur var kvæntur Ragnhildi, dóttur Skúla sýslumanns á Skarði og var það eitt nóg til að gera hann vafasaman í augum séra Friðriks, en honum farast svo orð um Þorvald (I. 220): I hærra lagi meðalmaður á vöxt, grannvaxinn með sívalar, mjóar herðar, siginaxla með innbogið brjóst, háls- og hand- leggja langur, togin-, grann-, mjó- og fölleitur í andliti, svartur á hár og skegg, er varð grátt með aldrinum, með loðnar, svartar og miklar augabrýr, og var kallað, að í þeim sætu brúnablikur, og ekki þótti hann myndarlegur. Hann hló manna hæst, og var sem hljóðið skylli á gómnum og líktist svartbaksgaggi. Kallaður var hann góður ektamaki, faðir, húsbóndi og gestrisinn, undirhyggju- og óheilindamaður mikill og ekki aðkomstavandur, fagurmæltur í eyru, en mið- ur hreinlyndur á bak og talaði þá í ráðgátum og dylgjum. Þorvaldur var hin liprasta höfðingjarófa, er menn hafa nokkru sinni þekkt við Breiðafjörð. Ekki er hægt að segja að þessi lýsing sé jákvæð og miklu víð- ar getur séra Friðriks hans á líkan hátt. Því er rétt að tilfæra orð þess manns sem mest hefur rannsakað breiðfirska sögu, Lúðvíks Kristjánssonar, en hann sagði svo: Þorvaldur kemur víða við sögu ... Friðriks Eggerz ... Er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.