Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 26
26 FÓLK - VIÐTAL 5. október 2018 Konan mín og dætur hafa upp- lifað margt, þær hafa gert það. Ég hef gengið hérna út með þær grát- andi, mér var alveg skítsama og gekk út. Það er þegar ég verð að fá mér. Svo var ég búinn að vera edrú og græt því ég sé svo eftir þessu. En þær eru ánægðar með mig í dag. Ég held að þær myndu ekki vilja eiga neinn annan pabba. Þær vita að ég er óvirkur í dag, þessi elsta veit allt um sjúkdóminn en mamma hennar er mjög veik- ur alkóhólisti. Hún veit þetta allt, hún er búin að lenda í þessu öllu. Fölsku loforðunum. Hún veit ná- kvæmlega hvernig þetta er. Börn skynja þetta alveg, þau smitast af meðvirkni. Meðvirkni smitast af því að alast upp með fíkli, það er bara svoleiðis. Svo er oft sagt að meðvirkar konur leiti í alka. Kon- an mín fann veikasta kókaínfíkil á Íslandi. En hún er jafn ánægð með það og hún er það ekki þegar ég dett í það.“ Keyrði með dóttur sína í bílnum á 150 kílómetra hraða að sækja efni Reynir segist í raun hafa ver- ið að berjast við það að vera tve- ir persónuleikar alveg síðan hann hóf að nota. „Ég verð bara allt annar persónuleiki þegar ég fer á fyllerí. Ég geri ekki neitt og fjölskylda mín lokar á mig. Einu skipti sem ein- hver leitaði þá til mín var ef það þurfti að meiða einhvern, þá var hægt að reiða sig á mig. En ég er ekki gaurinn sem meiði einhvern sjálfur, ég hef aldrei skilið menn sem eru út úr dópaðir niðri í mið- bæ að berja menn, þá hristi ég bara hausinn þar sem ég er með svo lítið hjarta sjálfur,“ segir Reyn- ir en það sem hefur hjálpað hon- um í gegnum hans verstu tíma er hve lengi hann hefur verið í þess- um heimi, þeir allra hættulegustu séu orðnir vinir hans. „Eftir eina meðferðina þá skuldaði ég 4,2 milljónir og það sem bjargaði mér var að þegar maður hefur verið í þessu svona lengi þá eru þessir karlar, þessir hættulegustu brjálæðingar, orðnir vinir manns og maður getur kom- ist langt á því. Það er enginn að fara að gera neitt við mann.“ Reynir segir ekkert geta stöðv- að hann þegar hann hefur tekið ákvörðun um að nota, en að það sé ekki efnið sjálft sem stjórni honum heldur hugur hans. „Það sem ég sækist mest í, eða sóttist mest í, það er ekki upp- lifunin, það er ekki það að fá mér sem er kikkið sem ég sækist í, því þá brotna ég niður um leið. Kikk- ið er þegar ég er búinn að taka ákvörðunina, búinn að hringja og segist vera að koma að sækja tíu grömm. Þá kikka ég allur inn og fer að iða. Ég hef staðið mig að því að keyra hérna yfir heiðina með dóttur mína aftur í á 150 kílómetra hraða seint um kvöld, þegar börn eiga að vera farin að sofa. Sjúkleg- heitin eru það mikil. Þá er ég með tónlistina í botni, allt alveg geggjað en um leið og ég fæ efnið í hend- urnar þá hugsa ég; „Fokk, hvað er ég að gera?“ og svo fæ ég mér og þá kemur vanlíðanin. Ég er í rauninni farinn að fá mér áður en ég fæ mér. Hugmyndin og leiðin, þá tryllist ég að innan. En inntakan er ömurleg, þá hellist helvítið inn. Dóttir mín vakin klukkan eitt á laugardags- nótt, hvað er ég að spá? Ég á fullt af aumkunarverðum, ógeðslegum mómentum og sem betur fer er ég ekki kona því þá hefði ég selt mig alveg grimmt. Það er gríðarlega al- gengt, það er allt morandi í þessu. Það er alveg svakalegt en fyrir mér er þetta bara eðlilegt.“ Vill ekki gefast upp Það sem Reynir segir algengt með- al fíkla er að þegar þeir séu að nota eiturlyf þá geri þeir allt til þess að finna fólk sem er í verri stöðu en þeir sjálfir til þess að upphefja sjálfa sig. „Ég hef staðið mig að því að vera í partíi með sprautufíklum, þá er ég búinn að mála mig út í horn alls staðar. Þá hef ég dottið í eitthvert partí með sprautufíkl- um og verið þar að taka í nefið. Svo sit ég og segi við þá; „djöfuls- ins aumingjar eru þetta, ertu að sprauta þig aulinn þinn.“ Þá er ég að reyna að bjarga mínu stolti á meðan ég er jafnvel ennþá veik- ari en þessi sprautufíkill. Er í ein- hverjum kippum með blóðnasir, alveg ógeðslegur, en maður reyn- ir að hífa upp stoltið alls staðar. Maður reynir að benda á þenn- an og hinn og segja að þeir séu miklu verri en maður sjálfur. Mað- ur reynir alltaf að finna einhvern veikari, þeir eru bestu vinir manns þegar maður er á botninum sjálf- ur. Finna einhvern sem er alveg í ræsinu, þá getur maður verið flotti karlinn. En hjá mér undir lokin þá get ég aldrei fundið neinn verri en ég. Ég er alltaf sá versti. Ég hef oft setið hérna og hugs- að af hverju ég drepi mig ekki bara. Það elski mig enginn og ég sé bú- inn að skíta á mig. Kannski búinn að missa vinnuna. Það sem hef- ur bjargað mér er að ég hef alltaf fengið séns, ég hef aldrei hætt að reyna og ég hef alltaf haldið áfram. Ég hef aldrei gefist upp, ég fer aft- ur í meðferð, ég vil ekki gefast upp. Þetta er eins og fólk með krabba- mein, þú getur fengið bakslag. Nú verður allt brjálað – að ég sé að bera þetta saman, en þetta er bara sjúkdómur. Það er enginn sem hraunar yfir þig ef þú ert kominn í bata með krabbameinið og færð svo bakslag og þarft að fara aftur í krabbameinsmeðferð. Það seg- ir enginn við þig; „helvítis krabba- meinsfíkillinn þinn, af hverju ertu að fara í þessa meðferð hún virkar ekkert.“ Maður fer áfram, mað- ur reynir að halda í lífsreipið, ekki gefast upp.“ Það hættir enginn við sem ætlar að nota Síðan Reynir ákvað að segja sögu sína á Snapchat hefur hann mik- ið verið að hjálpa fólki sem á við fíknivanda að stríða og aðstand- endur. Með því hefur hann reynt að hjálpa við forvarnir sem hon- um þykir þó ekki virka vel í dag. „Sko, ef ég myndi hitta ungan einstakling sem væri að spá í að fá sér og ég myndi segja eitthvað við hann, þá er hann ekkert að fara að hætta við. Það er mín reynsla og ég veit að þetta er sönn reynsla. Ég hef farið með hundruð funda út á Vog og Krýsuvík og hing- að og þangað og svo talar mað- ur við fólk sem segist ætla að fara og detta í það en þá minnir maður það á hvernig það var síðast, búið að missa allt og reyna að drepa sig. Þá segja þau alltaf; „já, en ekki núna“. Ég held að besta forvörnin fyrir ungt fólk sé að halda því sem mest nálægt foreldrum sínum og heilbrigðu lífi. Foreldrarnir saman með börnunum. Reynslan mín sýnir þetta allavega. Ég er ekki að segja að forvarnir séu glataðar og að það eigi ekki að nota þær, en ég meina, ég kynnt- ist heilmiklu af forvörnum í skól- anum en ég byrjaði samt að reykja hass og varð kókaínfíkill. Af hverju hlustaði ég ekki á Marita hérna í gamla daga? Þeir sögðu mér þetta allt. Ég er einmitt þannig að ég gæti fengið góða hugmynd á forvarnar- fræðslu. Ég man ekki hvort ég var þannig í gamla daga en allt sem ég má ekki finnst mér spennandi og allt sem var óheiðarlegt fannst mér spennandi. Ef ég gat hagn- ast á einhverju óheiðarlega þá var það góð hugmynd. Hagnast hratt og mikið, á semi-gráu svæði, já, af hverju ekki? Svona er ég og ég er ekki eini Íslendingurinn sem er svona. Skjótfenginn gróði, gylli- boð. Ég er búinn að vera svo oft edrú og áður en ég veit af er ég farinn að flytja inn eiturlyf bara til þess að ná mér í pening hratt. Þá verð ég voða karl, á fullt af pening, „looka“ vel með allt 100%, flúrað- ur og fínn. Þá ákveð ég að fá mér aðeins og þá fellur þetta allt með sjálfu sér.“ Stöðug sjálfsskoðun að viðhalda edrúmennskunni Þrátt fyrir erfitt líf og alvarlegan sjúkdóm getur Reynir þó ávallt slegið á létta strengi og tekur hann lífið ekki of alvarlega. „Ég er ekkert að berja mig nið- ur fyrir þetta. Það sem bjargar mér er að ég tek þessu svo létt. Ég er með eitt stærsta Snapchat á Ís- landi og allir vita að ég er óvirkur fíkill. Maður á ekki að skammast sín ef maður er með hvítblæði eða einfættur, þú ert bara þannig. Eftir allar meðferðirnar mínar og edrú- tímabilin mín þá hugsa ég alltaf þegar ég dett í það að ég geti feng- ið mér smá. En eftir tíu, fimmtán, átján skipti þá hefur mér aldrei tekist þetta. Samt hugsa ég þetta í skipti sautján og átján. Ég er bú- inn að hlaupa á þennan vegg átján sinnum. Átján sinnum sko, en samt alltaf jafn öruggur og fyrst þegar ég klúðraði þessu. Það sýnir hvað þetta er sjúkt. Ef maður er ekki alltaf að gera eitthvað til þess að viðhalda þessari edrúmennsku, fara á fundi, vera með edrú fólki þá togar þetta í mann. Ég þarf stöðugt að vera að skoða sjálfan mig. Það er ekkert hægt að fara bara í meðferð og gleyma því svo að hugsa um sjálfan sig og halda bara áfram, þetta er stöðug ræktun.“ n Hægt verður að horfa á ítar- legt viðtal við Reyni á DV sjón- varp ásamt viðtali við Val- gerði Á. Rúnarsdóttur, forstjóra Sjúkrahússins Vogs. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is „Síðasta meistarastykki Mankells ... Afburðagóð og grípandi saga.“ V E R D E N S G A N G Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti 1. 2 6 .9 .–2 .10 .2 0 18 „Ég hélt að það væri míkrófónn inni í hendinni á mér og var búinn að skera mig allan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.