Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 34
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ Alþjóðleg stemning og gæðaþjónusta í fyrirrúmi Ef til stendur að gæða sér á hlýlegum og ljúfengum mat í hjarta Reykjavíkur, en þó nógu langt frá látunum á Laugaveginum, þá þarf ekki að leita lengra en á horn Skólavörðustígs og Óðinsgötu. Þar stendur veitingahúsið Sjávargrillið þar sem lögð er áhersla á ljúffenga sjávarrétti, bæði séríslenska og al- þjóðlega. Eigandi Sjávargrillsins er Gústav Axel Gunnlaugsson, Húsvíkingur í húð og hár sem var kjörinn Matreiðslu- maður ársins 2010. Sjávargrillið var opnað ári eftir að eigandinn hreppti titilinn og hefur hvergi komið lægð í fjölda heimsókna síðan. „Það er ánægjulegt að starfa á veitingastað þar sem gestirnir eru yfir sig ánægðir með bæði mat og þjónustu dag eftir dag,“ segir Guðrún Rúnarsdóttir, veitingastjóri staðarins, og bætir við að hún hafi oft á orði við gestina að eftir 30 ára starfs- feril í geiranum finnist henni heiður að vinna á veitingastað þar sem allt þetta helst í hendur að öllu leyti. „Það er margt mjög spennandi framundan. Við verðum með nýjan matseðil í nóvember með jólaívafi. Skötuhlaðborðið sem hefur hitt í mark á hverju ári verður á sínum stað. Síðan kynnum við sérstakan ára- mótaseðil á síðasta degi ársins, 31. desember, auk fyrsta dagsins á því nýja,“ bætir Guðrún við. „Ég mæli með, að þeir sem ekki hafa komið til okkar út að borða ennþá, láti verða að því, því það er upplifun að koma til okkar. Við erum með mikið af fastakúnnum sem koma aftur og aftur. Það er almennt séð skemmtileg flóra af gestum hjá okkur, Íslendingar og ferðamenn í bland. Við leggjum áherslu á faglega, ljúfa og skemmtilega þjónustu, og erum afar stolt af að geta státað af frábær- um barþjónum sem laga glæsilega kokteila á meistaralegan hátt, háu hlutfalli af faglærðum þjónum í sal og meisturum í eldhúsinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.