Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 58
58 5. október 2018TÍMAVÉLIN Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is K reppan mikla skall af miklum þunga á heimsbyggðinni 1929 og stóð hún yfir í 10 ár. Hún hófst með mikilli verð- lækkun á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í byrjun septem- ber 1929. Hún varð síðan að al- heimskreppu þann 29. október (oft nefndur Svarti þriðjudagurinn) þegar hlutabréfaverð hrundi á Wall Street. Frá 1929 til 1932 er áætlað að verg landsframleiðsla á heims- vísu hafi dregist saman um 15 pró- sent. Til samanburðar má nefna að í kreppunni sem skall á 2008 er talið að verg landsframleiðsla hafi dreg- ist saman um 1 prósent. Sum hag- kerfi byrjuðu að jafna sig um miðj- an fjórða áratuginn en í mörgum ríkjum gætti áhrifa kreppunnar allt þar til síðari heimsstyrjöldin hófst. Þetta er versta efnahagskreppa sem skollið hefur á heimsbyggðinni síð- an iðnvæðingin hófst. Þegar hlutabréfaverðið féll á Wall Street greip gríðarleg ör- vænting um sig og milljónir fjár- festa töpuðu öllu sínu. Í kjölfarið hélt fólk að sér höndum í útgjöld- um og einkaneysla dróst mikið saman sem og fjárfestingar. Þetta hafði í för með sér mikinn samdrátt í iðnaðarframleiðslu og atvinnu- leysi jókst. Þegar kreppan var í há- marki í Bandaríkjunum 1933 voru um 15 milljónir Bandaríkjamanna án atvinnu og tæplega helmingur banka landsins hafði orðið gjald- þrota. Þegar rýnt er í hvað kom krepp- unni af stað þá stendur ofarlega að allan þriðja áratuginn var gríðar- legur vöxtur í bandaríska hagkerf- inu og auður þjóðarinnar rúmlega tvöfaldaðist á milli 1920 og 1929. Hlutabréfamarkaðurinn, The New York Stock Exchange, á Wall Street í New York var vettvangur mis- kunnarlausrar spákaupmennsku. Þar stunduðu milljónamæringar, kokkar og húsverðir spákaup- mennsku af kappi og lögðu allt sitt fé undir. Þetta þýddi að markað- urinn stækkaði hratt og náðu við- skiptin hámarki í ágúst 1929. Þá hafði dregið úr framleiðslu og at- vinnuleysi hafði aukist. Af þessum sökum var hlutabréfaverð miklu hærra en raunverulegt verðmæti þeirra var. Þessu til viðbótar voru laun lág á þessum tíma, neyslu- lán höfðu vaxið hratt, landbúnað- urinn glímdi við rekstrarerfiðleika vegna þurrka og lækkandi afurða- verðs og bankar voru með mikið af útistandandi lánum sem þeir gátu ekki innheimt. Sumarið 1929 skall væg kreppa á í Bandaríkjun- um þegar einkaneysla dróst saman og óseldur varningur fór að safn- ast fyrir sem aftur hægði á fram- leiðslu. Samt sem áður hélt hluta- bréfaverð áfram að hækka og um haustið hafði það náð ótrúlegum hæðum sem ekki var hægt að rétt- læta með væntanlegri innkomu í framtíðinni. Örvænting á hlutabréfamarkaðnum Taugaóstyrkir fjárfestar fóru að selja of dýr hlutabréf sín í miklu magni þann 24. október 1929. Þá gerðist það sem margir höfðu óttast, mark- aðurinn hrundi. Um 12,9 milljónir hlutabréfa voru seldar þennan dag en það var met. Dagurinn var nefndur „Svarti fimmtudagurinn“. Fimm dögum síðar, 29. október, voru 16 milljónir hlutabréfa seld- ar þegar önnur alda örvæntingar reið yfir Wall Street. Milljónir hluta urðu verðlausar og þeir fjárfest- ar sem höfðu keypt hlutabréf með lánsfé þurrkuðust algjörlega út. Í kjölfarið misstu neytendur trú á efnahagnum og héldu að sér hönd- um og þar með hófst vítahringur þar sem framleiðsla dróst saman, atvinnurekendur sögðu upp starfs- fólki og þeir sem voru svo heppnir að sleppa við brottrekstur urðu að sætta sig við lægri laun og minni kaupmátt. Áhlaup á banka Þrátt fyrir yfirlýsingar Herberts Hoover forseta og annarra leið- toga um að kreppan myndi brátt enda héldu mál áfram að þróast á versta veg næstu þrjú árin. Fjórar milljónir Bandaríkjamanna voru án atvinnu 1930. Þeir voru 6 millj- ónir 1931 og um 15 milljónir 1933. Heimilislausum fjölgaði mikið og sífellt fleiri urðu að treysta á matar- gjafir. Bændur höfðu ekki efni á að taka uppskeru sína í hús og urðu að láta hana liggja og rotna á ökrun- um á meðan fólk svalt í bæjum og borgum. Haustið 1930 skall fyrsta ör- væntingarholskeflan vegna stöðu banka á. Margir fjárfestar höfðu þá misst trúna á bönkum sínum og kröfðust þess að fá inneign- ir sínar greiddar út í reiðufé. Þetta neyddi banka til að gjaldfella lán til að verða sér úti um fé. Fleiri slíkar bylgjur fylgdu í kjölfarið og snemma árs 1933 höfðu mörg þús- und bankar orðið gjaldþrota. Ríkis- stjórnin reyndi að styðja við banka og aðrar stofnanir með lánum sem vonast var til að bankarnir myndu síðan lána fyrirtækjum sem gætu þá ráðið fólk aftur til starfa. Hoover var repúblikani og var þeirrar skoðunar að ríkið ætti ekki að vera með beina íhlutun í efna- hagslífið og bæri ekki skylda til að skapa störf eða aðstoða þegn- ana efnahagslega. Þegar forseta- kosningar fóru fram 1932 sigraði demókratinn Franklin D. Roosevelt með yfirburðum. Hann var settur í embætti í mars 1933 og hófst þá þegar handa við takast á við efna- hagsvandann. Hann lét loka öllum bönkum landsins í fjóra daga til að þingið gæti afgreitt nauðsyn- leg lagafrumvörp um endurbætur í efnahagslífinu. Einnig voru aðeins þeir bankar sem þóttu traustir opn- aðir á nýjan leik. Roosevelt byrjaði síðan að ávarpa þjóðina í útvarpi og þannig tókst honum að leggja sitt af mörkum til að byggja upp traust fólks á efnahagslífinu á nýj- an leik. Með hinni svokölluðu New Deal-áætlun ríkisstjórnar Roose- velt tókst með tímanum að vinna bug á kreppunni og koma efna- hagslífinu á réttan kjöl. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst ákvað Roose- velt að styðja við bakið á Bretum og Frökkum og hergagnafram- leiðsla fór á fullt og störfum fjölg- aði og efnahagurinn tók enn betur við sér. Þegar Japanir réðust síðan á Bandaríkin í desember 1941 fór allt í fullan gang og 1942 var atvinnu- leysi orðið minna en það var áður en kreppan skall á. n KREPPAN MIKLA „ Með hinni svokölluðu New Deal- áætlun ríkisstjórnar Roose velt tókst með tímanum að vinna bug á krepp- unni og koma efnahagslífinu á réttan kjöl n Versta efnahagskreppa heimsins eftir iðnvæðinguna Kreppan mikla Skólabörn fá súpu og brauð. Herbert Hoover Vildi ekki beina íhlutun ríkisins og galt þess í kosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.