Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 9
9Ljósmæðrablaðið - desember 2014 O´Leary (2009b) skiptir axlarklemmu í fjögur stig. Með hverju stigi nefnir hann þær aðferðir sem helst gagnast til að losa axlir eftir því hversu alvarleg klemman er, sjá töflu 3. Að bregðast við axlarklemmu Aðferðum við að losa axlir er gjarnan skipt í innri og ytri aðferðir. Sem dæmi um ytri aðferðir má nefna McRoberts aðferðina, sem er þó í raun fremur fæðingarstelling en eiginleg aðferð við að losa axlir (O´Leary, 2009b). Með henni er oft notuð önnur aðferð, það er að þrýsta á kvið móðurinnar fyrir ofan lífbeinið og reyna með því að fá hreyf- ingu á fremri öxl barnsins (Baxley og Gobbo, 2004), sjá töflu 3. Lengi vel var talið að spangarskurður væri nauðsynlegur til að losa axlir, en í dag er ekki talin þörf á því, hafi þess ekki þurft til að höfuðið gæti fæðst (Kreitzer, 2009; Mercer og Erickson-Ovens, 2009; Thorogood og Hendy, 2006). Innri aðferðir við losun axla beinast að því að fá hreyfingu á axlir barnsins með innri þrýstingi á þær, eða sækja axlirnar, sjá töflu 3. Sem dæmi um þær má nefna Woods skrúfu og Rubin aðferð sem ganga út á að snúa öxlum barns í fæðingarvegi (Thorogood og Hendy, 2006). Um miðbik síðustu aldar var Jacquemer´s (Collin o.fl., 2008) eða Barnum (Kreitzer, 2009) aðferðin, eða losun aftari handleggs, algeng- asta aðferðin við losun axla, ásamt Woods skrúfunni (Kreitzer, 2009). Misjafnt er hvort farið er upp með síðu barnsins eða með kvið þess til að ná handleggnum. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið þróað afbrigði af Jacquemer´s/Barnum aðferðinni sem kölluð hefur verið Krókurinn. Hefur hún reynst mjög vel til að losa axlir. Er þá farið upp með baki barnsins við aftari öxl og niður fyrir olnboga og handleggurinn færður fram fyrir, upp og út úr fæðingarveginum. Með þessari aðferð er líka auðveldara að ná handleggnum ef hann liggur aftur fyrir bak barnsins (Munnleg heimild, Guðrún Guðbjartsdóttir og Konráð Lúðvíksson, 30. ágúst 2014). Mikilvægt er að rannsaka gagnsemi og áhrif þessarar aðferðar á útkomu axlarklemmufæðinga. Gaskin aðferðin er áhugaverð og árangursrík leið til að losa axlir. Gengur hún út á að fá móðurina á hreyfingu og snúa sér, til dæmis úr setlegu á fjóra fætur eða öfugt. Við þessa hreyfingu eykst rúmmál grindarinnar og að auki kemst hreyfing á barnið við snúning móður- innar (Bruner, Drummond, Meenan og Gaskin, 1998; Meenan, Gaskin, Hunt og Ball, e,d). Meðfram Gaskin aðferðinni getur þurft að beita innri aðferðum við losun axla og gefur það oftast góða raun (Baxley og Gobbo, 2004; Meenan o.fl., e,d; O´Leary, 2009b). Til eru róttækar aðferðir við að losa axlir, sem vart eru notaðar nema í ýtrustu neyð. Mætti kalla þær „síðasta hálmstráið“. Ein þeirra er stundum kölluð Gunn-Zavanelli-O´Leary aðferðin (Kreitzer, 2009; O´Leary, 2009b), sjá töflu 3, eða Zavanelli aðferðin (Baxley og Gobbo, 2004). Baxley og Gobbo nefna líka aðferðir eins og að taka lífbein sundur í staðdeyfingu, sem hægt er að gera ef keisaraskurður er ekki mögulegur og losa öxl með því móti. Einnig megi gera lítinn skurð á kviðinn og inn í legið, í svæfingu, snúa öxlum barnsins ofan frá og ljúka fæðingunni um leggöng. AÐFERÐARFRÆÐI Rannsóknaraðferðin var eigindleg og byggði á þremur rýnihópavið- tölum við ljósmæður og einn ljósmóðurnema sem vinna við fæðingar á Íslandi og hafa þekkingu á og reynslu af axlarklemmu. Rýnihópaviðtöl eru talin henta vel til að kanna efni sem lítið hefur verið rannsakað, en einnig góð aðferð til að rannsaka hópa sem eiga eitthvað sameiginlegt eins og menntun, menningu og/eða vinnustað (Krueger, 1994; Krueger og Casey, 2000; Sóley S. Bender, 2003, 2013). Þátttakendur Úrtak var valið með þægindaaðferð, en það er viðurkennd aðferð í rýni- hóparannsóknum og hentar vel til að finna þátttakendur. Ekki er talið að það sé frábending að fólk þekkist, heldur á vissan hátt kostur þar sem auðveldara sé að ná saman í umræðuhópi ef fólk er ekki alveg ókunn- ugt (Kruger og Casey, 2000; Peek og Fothergill, 2007; Sóley S. Bender, 2003, 2013), sjá nánar töflu 4 um bakgrunn þátttakenda sem völdust 5‒8 í hvern hóp eftir því hvenær hentugast væri fyrir þá að mæta í viðtalið og lögð var áhersla á að allir fengju tækifæri til að tjá sig. Söfnun og greining gagna Tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl frá janúar 2010 til janúar 2011. Notaður var spurningarammi, einskonar vörður, til að vekja umræður og leiða viðtalið áfram. Stuðst var við fyrirbærafræðilega og menningarbundna nálgun við söfnun og greiningu gagna. Í fyrirbærafræðinni er gengið út frá því að öll reynsla einstaklingsins, hvort heldur hvernig hann túlkar þekkingu sína eða upplifir ákveðna atburði, endurspeglist í störfum hans og frásögn (Björn Þorsteinsson, 2009). Þó svo að ákveðnar starfstengdar eða félagslegar venjur eða reglur séu viðteknar er það sýn einstaklings- ins og reynsla hans sem hefur mikið að segja um viðbrögð hans hverju sinni (Björn Þorsteinsson, 2009; Zahavi, 2008). Robinson Wolf (2007) segir að skilgreina megi menningu hópa sem lærða hegðun sem viður- kennd sé af umhverfinu og til að fá fram viðhorf og skilning á starfi eða hegðun hóps henti vel að nota menningarbundna nálgun, ekki síst ef lítið er til um efnið. Meðferð persónuupplýsinga og siðfræði rannsóknar Við greiningu og meðferð gagna voru siðfræði og réttmæti eigindlegra rannsókna höfð í huga svo og staðfestanleiki og yfirfærslugildi slíkra rannsókna (Kruger, 1994; Polit og Beck, 2008; Sigurður Kristinsson, 2003, 2013). Fengið var leyfi hjá formanni Ljósmæðrafélags Íslands til að nota póstlista félagsins og auglýsa eftir þátttakendum sem voru ýmist boðaðir með símtali eða rafrænu bréfi. Allir skrifuðu undir upplýst samþykki um þátttöku. Lögð var áhersla á að í slíkum viðtölum gildi að nafnleynd skjólstæðinga sé viðhöfð, svo og trúnaður milli þátttakenda, gögnum yrði eytt eftir að endanlegri úrvinnslu væri lokið og þess gætt að þeir yrðu ekki tengdir beint við efni umræðnanna. Greining gagna Viðtölin voru tekin upp á segulband og tölvu. Voru þau skrifuð orðrétt upp og greind í þemu og undirþemu eftir hugtökum og efni viðtalanna. Við greininguna var mikilvægi atriða metið eftir því hversu oft þau voru nefnd og persónulegar frásagnir og reynsla ljósmæðranna metnar hærra heldur en ópersónulegar frásagnir enda eru þessir þættir taldir vega hærra í greiningu (Krueger, 1994; Sóley S. Bender, 2013). Fellur þetta líka vel að hugmyndafræðilegri nálgun rannsóknarinnar. Var þemum Tafla 4. Yfirlit yfir starfsaldur og vinnustaði þátttakenda 1. Mild axlarklemma 2. Meðal mikil axlarklemma 3. Alvarleg axlarklemma 4. Ekki mögulegt að barn fæðist Tafla 3. Flokkun O´Leary á axlarklemmu (O´Leary, 2009b).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.