Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 16
16 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 insúlínmyndun sem stuðlar að lækkun blóðsykurs (Armentrout, 2010). Helstu birtingarmyndir þessara tveggja megingerða má rekja til nokkurra áhættuþátta á meðgöngu, í fæðingu og á nýburaskeiði eins og sjá má í töflu 1. Einkenni of lágs blóðsykurs hjá nýburum Klínísk einkenni of lágs blóðsykurs hjá nýburum eru oft óljós og geta líkst einkennum annarra algengra sjúkdóma á nýburaskeiði (sjá töflu 2). Þau geta komið í ljós við mismunandi blóðsykursgildi hjá börnum og eru jafnvel ekki til staðar við mjög lág blóðsykursgildi. Klínísk einkenni eru því ekki góður mælikvarði á blóðsykurslækkun og eingöngu hægt að nota þau til stuðnings við greiningu (Hewitt o.fl., 2005; Milcic, 2008). Framkvæmd eftirlits með blóðsykri nýbura Eins og áður hefur komið fram gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin árið 1997 út þá yfirlýsingu að óviðeigandi, ónauðsynlegt og mögulega skaðlegt væri að skima heilbrigðan fullburða nýbura fyrir of lágum blóðsykri og því eigi eingöngu að skima nýbura með áhættuþætti fyrir blóðsykurslækkun og þá sem eru með einkenni (Williams, 1997). Talið er að ákvarðanataka um mælingu á blóðsykri fljótlega eftir fæðingu sé ekki einföld og krefjist umtalsverðrar þekkingar á blóðsykurstjórnun nýbura, eigi mælingin að byggja á klínísku mati hjúkrunarfræðings/ljósmóður en ekki vera einungis hluti af venju- bundnum mælingum (Desphande og Platt, 2005). Við slíka ákvarð- anatöku þurfi að hafa að markmiði að koma í veg fyrir að heilbrigðir nýburar verði fyrir óþarfa inngripum en á sama tíma að tryggja tímanlega greiningu og meðferð þeirra sem eru í hættu á óeðlilegri blóðsykurslækkun. Þá telja Hoops og félagar (2010) að nákvæmt mat á áhættuþáttum tengdum heilsufari móður á meðgöngu, gangi fæðingar og líkamlegu ástandi barns, auk einkenna sem bent geti til lágs blóðsykurs ætti að liggja til grundvallar ákvarðanatöku um mælingu blóðsykurs hjá nýbura. Til þess að stuðla að markvissu eftirliti er talið nauðsynlegt að á hverri heilbrigðisstofnun séu til staðar gagnreyndar klínískar leiðbeiningar um eftirlit með blóðsykri nýbura (Hewitt o.fl., 2005). Á grundvelli eðlilegrar lækkunar á blóðsykri í kjölfar fæðingar hefur því verið haldið fram að blóðsykur eigi ekki að mæla fyrr en við tveggja klukkustunda aldur, því fyrr sé ekki hægt að greina á milli sjúklegs ástands og eðlilegrar aðlögunar nýburans (Adamkin, 2011; Desphande og Platt, 2005; Rozance og Hay, 2010; Wight, 2006). Ekki eru allir fræðimenn sammála þessu og vilja sumir mæla blóðsykur 30‒60 mínútum eftir fæðingu hjá þeim sem eru í áhættu fyrir blóðsykurslækkun sem og þeim sem eru með einkenni of lágs blóðsykurs (Armentrout, 2010). Þá hefur verið bent á að blóðsykur ætti eingöngu að mæla fyrir gjafir enda tilgangurinn sá að skima fyrir lægsta gildi blóðsykurs. Tíðni og fjöldi mælinga fari síðan eftir klínísku ástandi nýburans (Adamkin, 2011; Desphande og Platt, 2005). Í ljósi fræðilegrar þekkingar og svo fremi sem barnið sé að öðru leyti heilbrigt, krefst eftirlit með blóðsykri ekki innlagnar á nýburagjörgæslu heldur getur það farið fram á fæðingar- og sængurlegudeildum þannig að ekki þurfi að aðskilja foreldra og barn (Hewitt o.fl., 2005). Til dæmis er talið að hægt sé að fækka innlögnum barna sykursjúkra mæðra á nýburagjörgæslu um meira en helming með markvissu eftirliti og meðferð á fæðingar- og sængur- legudeildum (Weindling, 2009). Áhrif eftirlits með blóðsykri og meðferðar lágs blóðsykurs nýbura á brjóstagjöf Lækkun á blóðsykri með íhlutunum á borð við gjöf þurrmjólk- urábótar, innlögn á nýburagjörgæslu eða gjöf sykurlausnar í æð hjá annars heilbrigðum fullburða nýburum getur haft neikvæð áhrif á upphaf brjóstamjólkurmyndunar og brjóstagjafar og dregið úr sjálfsöryggi móður gagnvart því að næra barn sitt eingöngu á brjósti (Haninger og Farley, 2001; Jónína S. Jónasdóttir, 2004). Það er því mikilvægt að útskýra vel fyrir foreldrum ástæðu eftirlits og meðferðar og fullvissa móður um mikilvægi hennar eigin brjósta- mjólkur þegar kemur að næringu hins nýfædda barns (Wight, 2006). AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknin var lýsandi, afturskyggn og byggði á gögnum úr sjúkraskrám nýbura og mæðra þeirra. Úrtakið var nýburar fæddir á Landspítala á árinu 2010 sem blóðsykur var mældur hjá að minnsta kosti einu sinni fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu. Úr Fæðinga- skrá voru fengnar kennitölur allra kvenna sem fæddu á Landspítala árið 2010 sem uppfylltu valviðmið rannsóknarinnar. Með aðstoð hag- og upplýsingadeildar Landspítala fengust gagnaskrár með kennitölum þeirra nýbura sem ýmist lögðust inn á nýburagjör- gæslu spítalans á árinu 2010 eða komu þangað til stutts eftirlits eftir fæðingu, ásamt kennitölum mæðra þessara barna. Endanlegt úrtak var fengið með því að keyra saman skrána fengna úr Fæðingaskrá og skrárnar um nýbura sem dvöldu á nýburagjörgæslunni til lengri eða skemmri tíma. Valviðmið rannsóknar má sjá í töflu 3. Upplýsingum var safnað úr þremur ólíkum gagnasöfnum, mæðra- skrám, sjúkraskrám nýbura og skráningarblöðum tengdum eftirliti með klínísku ástandi nýbura. Gagnasöfnunarblað var hannað með hliðsjón af fræðilegri þekkingu á blóðsykurstjórnun nýbura og þeim upplýsingum sem mögulegt var að afla úr rannsóknargögnum. Upplýsingum sem safnað var má skipta gróflega í þrennt, bakgrunns- breytur sem varða meðgöngu, fæðingu og greiningu áhættuþátta, breytur sem varða innlögn/eftirlit á nýburagjörgæslu og breytur Tafla 1. Helstu áhættuþættir lágs blóðsykurs hjá nýburum Léttburar (þyngd undir 10 percentili miðað við meðgöngulengd) Þungburar (þyngd yfir 90 percentili miðað við meðgöngulengd) Fyrirburar (fæðing fyrir fulla 37 vikna meðgöngu) Sýking hjá barni Börn sykursjúkra mæðra (DM og meðgöngusykursýki) Ofkæling (líkamshiti < 36,5°C mældur í holhönd) Súrefnisskortur í fæðingu (Apgar < 7 við fimm mínútna aldur) Meðfæddir gallar, t.d. Beckwith-Wiedermann heilkenni Efnaskiptasjúkdómar (Hewitt, Watts, Robertson og Haddow, 2005; Williams 1997). w, 1997). Tafla 3. Valviðmið rannsóknar Sykursýki á meðgöngu (DM og meðgöngusykursýki) Fæðing með keisaraskurði Sýking/hiti hjá móður í fæðingu Fæðingarþyngd < 3 kg eða > 4,5 kg Meðgöngulengd < 37 vikur Apgar < 6 við fimm mínútna aldur ICD10 greining „önnur blóðsykurslækkun nýbura“ ICD10 greining „heilkenni hjá ungbarni sykursjúkrar móður“ Innlögn eða stutt eftirlit á nýburagjörgæslu fyrstu 72 klst. eftir fæðingu Tafla 2. Klínisk einkenni lágs blóðsykurs hjá nýburum Almenn einkenni Einkenni frá taugakerfi Einkenni frá hjarta og lungum Óeðlilegur grátur Skjálfti Blámi Lágur líkamshiti Ergilegt Fölvi Óstöðugur líkamshiti Ýkt Moro-viðbrögð Hröð öndun Veikt sog Slappleiki Öndunarhlé Vill ekki sjúga Krampar Öndunarerfiðleikar Óeðlilegar augnhreyfingar Hraður hjartsláttur (Hewitt o.fl., 2005; Milcic, 2008)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.