Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 6
6 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Til að búa til sterkt og öflugt félag þarf öfluga og samstíga heild félagsmanna. Ekkert félag er sterkara en meðlimir þess. Í litlum félögum mæðir meira á hverjum og einum og kröfurnar til hvers einstaklings eru meiri. Ljós- mæðrafélag Íslands er lítið félag en með mörg stór verkefni framundan sem ljósmæður þurfa að leysa sér og faginu til framdráttar. Til að það takist þarf samstöðu, eitthvert vinnufram- lag og hugmyndir. Málshátturinn „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ á vel við í þessu samhengi. Formaður, stjórn og kjaranefnd komast ekki nema hálfa leið ef félagsmenn styðja ekki dyggilega við bakið á þeim. Kjarasamningar verða lausir 1. mars nk. Við erum þegar byrjaðar í viðræðum við ríkið vegna vaktavinnuákvæða kjarasamningsins og finnum vel að lítill sem enginn vilji er hjá ríkinu til samninga. Það virðist alveg ljóst að til þess að fá ríkið að samningaborðinu þarf aðgerðir, fyrr er ekki hlustað. Við höfum fylgst vel með því hvernig læknar útfæra sitt verkfall, hvaða „strategíur“ þeir nota og hvort þær virka og höfum líka verið að hugsa um hvernig við getum sem best útfært aðgerðir okkar ef það er vilji félagsmanna. En eins og áður sagði er félagið allir félagsmenn og enginn árangur næst nema með samstöðu þeirra. Ég vil því biðja alla að skoða sinn hug, hvað viljið þið ganga langt í samningaviðræðum, eruð þið tilbúnar í verkfall, eruð þið tilbúnar til að taka virkan þátt í kjarabaráttu? Um þetta verðum við að taka ákvörðun fljótlega eftir áramót. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort að samstaða náist innan allra félaga BHM með aðgerðir eða verkföll en miklar þreifingar eru innan hópsins um það hvaða félög mundu standa saman ef til kemur. Ein hugmynd hefur verið samstarf félaga sem eiga félags- menn á LSH/heilbrigðiskerfi. Það eru 11 félög. Ég tek það fram að ekkert er enn ákveðið. Ennþá er verið að ræða málin og skoða möguleikana sem við höfum. Ég set þetta aðallega hérna fram til að minna ykkur á að allir félagsmenn þurfa að fara að hugsa málið og ákveða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga. Þau góðu tíðindi hafa orðið í félaginu að búið er að stofna þær fjórar fagdeildir sem samþykkt var að stofna á síðasta aðalfundi. Ég held að ef það tekst að blása góðu lífi í deildirnar og ná upp virkri starfsemi þá verði þetta ómetanlegt fyrir félagið og fyrir ljósmæðrastéttina í heild sinni. Við höfum verið að glíma við atvinnuleysi og við ljósmæður sjálfar sjáum hversu grátlega illa nýttur auður við erum. Það er ekki nóg ‒ við þurfum líka að láta ráðamenn átta sig á því. Eitt af mikilvægustu og brýnustu verkefnum ljósmæðra er að auka starfssvið sitt. Þar liggja sóknarfærin. Eitt lítið skref er aðkoma ljós- mæðra að sýnatökum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. En það er bara fyrsta skrefið, getnað- arvarnir ættu að vera á okkar snærum, ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum varðandi kven- heilsu, ráðleggingar til kvenna fyrir getnað (e. preconceptional care) og svo má lengi telja. Þess vegna, meðal annars, eru fagdeildirnar svo mikilvægar. Þar er hægt að vinna ályktanir og tillögur og þrýsta á um ákveðin verkefni. Fyrir mig sem formann (og þá sem eftir koma) er mikill styrkur í því að hafa fagdeild að baki sér t.d. í viðræðum við opinbera aðila. Ég sé líka fyrir mér að fagdeildir marki ákveðna stefnu. Hvernig viljum við ljósmæður hafa stefnuna í barneignarmálum þjóðarinnar? Hvaða opinbera stefnu höfum við í ýmsum málum sem okkur varða? Hvernig viljum við sjá þjónustuna og okkar störf árið 2019 eða 2025? Félagið á að hafa ákveðna og sterka stefnu og hún á að vera opinber og öllum aðgengileg á heimasíðu félagsins svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvað ljósmæðrum finnst um málefni er varða stéttina. Þess vegna ítreka ég það að verkefni fagdeilda eru nær óþrjótandi og af nógu að taka. Ég bind miklar vonir við fagdeildirnar og þeirra starf. Mikið starf er óunnið, en ef margir taka sig saman og koma að því verður það gerlegt. Starf formanns er áttatíu prósent starf og það gefur ekki mikið svigrúm til að einbeita sér að öðru en hinum daglega rekstri, sérstaklega þegar kjaraviðræður eru á hverju ári. Ég hvet allar ykkar sem tækifæri hafa til að koma til starfa í einhverri þeirra fagdeilda sem höfða til ykkar. Komið hugmyndum ykkar á framfæri, takið þátt í þeirri hugmyndavinnu og uppbyggingu sem vonandi fer af stað af fullum krafti nú í vetur. Síðast en ekki síst óska ég öllum ljósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári bæði í leik og starfi. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Sterkt félag sem lætur að sér kveða eða veikt félag sem varla tístir í? Á VA R P F O R M A N N S L M F Í Kjörin og fagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.