Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 29
29Ljósmæðrablaðið - desember 2014 ist af valdaleysi. Engin ljósmóðir starfar í velferðarráðuneytinu og aðkoma ljósmæðra að stefnumótun um fagsvið sitt er minni en eðlilegt gæti talist. Hlutur ljósmæðra í stjórnkerfum stofnana sem þær starfa fyrir hefur einnig farið minnkandi á síðustu árum. Fyrir sameiningu kvenna- og barnasviðs Landspítala gegndi ljós- móðir stöðu sviðsstjóra kvennasviðs, en ljósmæður hafa ekki valist til forystu fyrir nýju, sameinuðu sviði. Staða yfirljósmóður við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið ósetin í mörg ár án þess að vera auglýst til umsóknar. Meðan ljósmæður í meðgöngu- vernd hefur skort málsvara í stjórnunarstöðu hafa verið teknar veigamiklar ákvarðanir um starfssvið þeirra án þess að tekið væri tillit til faglegra sjónarmiða ljósmóðurfræðinnar. Á sviði heima- þjónustu og heimafæðinga hefur samningsréttur við Sjúkra- tryggingar Íslands verið tekinn af Ljósmæðrafélaginu með lögum. Með einhliða rammasamningum hefur hinu opinbera tekist að tryggja sér framúrskarandi þjónustu fyrir greiðslur sem standa ekki undir grunnlaunum ljósmæðra samkvæmt opinberum kjarasamn- ingum. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist sá góði árangur sem Ísland hefur náð varðandi útkomu mæðra og nýbura hvíla meðal annars á fórnfúsu og illa launuðu vinnuframlagi ljósmæðra sem finna einhvers staðar hjá sér langlundargeð til að vinna í kerfi sem brýtur ekki bara á þeim sjálfum, heldur einnig hugmyndafræðinni sem ætlað er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem þær sinna. Þróunin síðustu misseri hefur sýnt okkur að þetta langlundargeð er á þrotum. Atgervisflótti í ljósmæðrastéttinni er veruleiki sem ekki verður litið framhjá. Og hvað þá? Stefnum við að framtíð þar sem allar fæðingar landsins eiga sér stað á einni stofnun? Mun meðgönguvernd á landsbyggðinni verða sinnt af hjúkrunarfræðingum undir hand- leiðslu heimilislækna? Mun heimaþjónusta í sængurlegu leggjast af þegar við gefumst upp á að vinna að stórum hluta í sjálfboðavinnu? Eða verður barneignarþjónustunni í heild sinni útvistað til Noregs? Ég veit ekki með ykkur, kæru kollegar, en ég neita að leggja árar í bát. Þótt íslensk barneignarþjónusta sé í augnablikinu eins og þraut- reyndur skipstjóri í hriplekum dalli með kompásinn heima á nátt- borði, þá vil ég meina að við höfum alla burði til að snúa fleytunni við. Menntun okkar og hugmyndafræði, sem snýst um að standa vörð um hið eðlilega í barneignarferlinu, gerir okkur að lykilstétt í leitinni að hinum heilaga gral heilbrigðiskerfisins ‒ betri þjónustu fyrir minna fé. Öflug ljósmæðraþjónusta gerir meira en að viðhalda skammtímamarkmiðum um lága tíðni mæðradauða og burðarmáls- dauða. Þegar til lengri tíma er litið getur góð upplifun af vandaðri ljósmæðraþjónustu bætt heilsu og vellíðan kvenna á mun breiðari grundvelli. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær valdhafar átta sig á þeim hagsmunum sem felast í að ljósmæður beri ekki einungis ábyrgð á eigin störfum, heldur séu stefnan og völdin einnig í þeirra höndum. Gleðileg lukkujól ! Skemmtilegt að skafa! Þín Aðdáan da Góð tækifærisgjöf, merkimiði á pakka eða á diskana í jólaboðinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.