Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 raðað frá hinu víðtæka að hinu sértæka en ekki eftir vægi þeirra upplýs- inga sem fram komu. Frásagnir og orðalag ljósmæðranna sem tóku þátt í rannsókninni voru látnar leiða niðurstöður áfram til að gefa enn betri mynd af menningarheimi þeirra, skynjun, þekkingu og reynslu. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR Greind voru þrjú yfirþemu og tíu undirþemu. Eins og sjá má á mynd 1 þá lýsa yfirþemun og undirþemun og beinar tilvitnanir atriðum sem eru mikilvæg og hafa áhrif hvert á annað þegar tekist er á við axlarklemmu. Virðing, samvinna og traust milli kvenna og samstarfsfólks, fagleg reynsla og aðferðir sem hægt er að beita og leiðir til að vinna úr reynsl- unni skipta máli „til að geta komist í gegnum það“. Öryggi, virðing, samvinna og traust Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu mikilvægi þess fyrir ljósmæður að byggja upp eigið öryggi sem grundvallast á vinnuaðstæðum, fræði- legri þekkingu, faglegri færni, reynslu, samvinnu og trausti til að geta tekist á við starfið. Nýttu þær þekkingu sína og treystu á eigið hyggju- vit til að bregðast hratt og rétt við hverju sinni: „... ef maður er að gera eitthvað sem maður er öruggur með og veitir öryggi þá gerir maður eflaust það sem rétt er ...“. Samkvæmt kenningum fyrirbærafræðinga er öllum eiginlegt að líta í eigin barm og nýta reynslu sína og vitund hver á sinn hátt (Björn Þorsteinsson, 2009). Það er líka grunnurinn að starfi ljósmæðra að geta beitt þekkingu sinni og faglegri færni til að tryggja öryggi kvenna í fæðingu undir öllum kringumstæðum eins og segir í siðareglum íslenskra ljósmæðra sem byggjast á alþjóðasam- þykktum um hugmyndafræði og hlutverk ljósmæðra (International Confederation of Midwives (ICM), 2011; Landlæknisembættið, 2014). Ljósmæðurnar voru sammála um mikilvægi þess að hafa aðgang að annarri ljósmóður eða lækni til aðstoðar og að góð samvinna og gagnkvæm virðing ríkti milli fagfólks. Landsbyggðarljósmæðurnar höfðu áhyggjur af því að þeir sem komu til aðstoðar hefðu ekki næga fagþekkingu til að hjálpa til við að losa axlir. Það var greinilegt að í huga þeirra getur skipt sköpum að fá hjálp frá þeim sem kunna til verka: „... það kom mér líka svolítið á óvart í axlarklemmu hvað ... hendurnar á mér urðu þreyttar ...“. og gott var „... að fá hendur sem gátu tekið við, myndu hjálpa ... við gátum skipst á...“. Þessar frásagnir ljósmæðranna koma heim og saman við rannsóknir þar sem bent hefur verið á að mikið álag fylgi störfum ljósmæðra, ekki síst hjá þeim sem starfa úti á landi og þær þurfa gjarnan að takast einar á við bráðaatvik í fæðingu (Fahey og Monaghan, 2005; Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Í bráðatilvikum er nauðsynlegt að fá aðstoð, geta unnið saman og vita nánast hvað hinn er að hugsa: „... það er ekki eins mikill svona titringur bara í loftinu ... það er líka svolítið svona öryggi í því ... að ljósmæður læri bara það sama, já ...“. Þetta er í samræmi við skoð- anir ljósmæðranna að endurmenntun og þjálfun allra sem koma að fæðingum á einn eða annan hátt sé nauðsynleg, svo og að allir læri sömu viðbrögðin við bráðaatvikum. Nefndu þær sérstaklega verklegar æfingar á vinnustöðum og formlegt námskeiðahald eins og ALSO námskeiðin sem haldin eru reglubundið hér á landi og víðar (Amer- ican Academy of Family Physicians, 2012). Ljósmæðurnar lýstu því hvernig stundum gætti óþarfa núnings milli lækna og ljósmæðra þegar álagið væri sem mest. Samvinnan þyrfti að vera þannig, að það væri litið: „... á mann sem fagaðila og samstarfs- aðila en ekki bara svona, aha, far þú frá ...“. Í annarri íslenskri rann- sókn um skynjun íslenskra ljósmæðra á öryggi og áhættu í eðlilegum fæðingum kom þetta sama sjónarmið fram, að ljósmæður upplifðu spennu milli starfsstétta og stundum ómaklega gagnrýni á störf þeirra (Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Yfirsetan var greinilega mjög mikilvæg í huga ljósmæðranna og notuðu þær tímann markvisst til að kynnast konunni: „... þá getur þú svona áttað þig á því hvað þú getur leyft þér...“ og það gat skipt sköpum í meðhöndlun axlarklemmu að konurnar treystu ljósmæðr- unum til að bregðast rétt við og ynnu með þeim þegar þess væri þörf. Er það í samræmi við niðurstöður rannsóknar Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) þar sem hún nýtti sér frásagnir 20 íslenskra ljósmæðra af fæðingum til að skilgreina hvaða hugmyndafræði og þekking liggur að baki störfum þeirra Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu líka að ljósmæðurnar höfðu áhyggjur af vaxandi streitu og álagi í starfi. Útköllum í frítíma fjölg- aði og starfsmenn mættu illa fyrirkallaðir til vinnu. Yfirsetan minnk- aði með auknu álagi og töldu þær að lítið mætti út af bregða til að slys yrði. Virtist það eiga jafnt við um stóra sem smáa fæðingar- staði. Á þeim stóru fjölgaði fæðingum mikið, en starfsfólki ekki að sama skapi og á þeim minni væri ljósmæðrum falin ábyrgð á öðrum deildum á kostnað starfa þeirra á fæðingardeildunum. Kemur það heim og saman við útkomu Mollart og félaga (2011) sem lýstu því hvernig þreyta, streita og vinnuálag hefði áhrif á heilsu ljósmæðra til hins verra, svo og viðhorf þeirra til starfsins og aukin hætta væri á brottfalli úr starfi. Þekking – fagleg reynsla – „að vera skrefinu á undan“ Það var ljósmæðrunum hugleikið umræðuefni hvort hægt væri að koma í veg fyrir axlarklemmu í fæðingu. Flestar höfðu reynt, ef grunur vaknaði hjá þeim um yfirvofandi axlarklemmu, að vera skref- inu á undan og fá konuna á hreyfingu. Thorogood og Hendy (2006) hafa bent á nauðsyn þess að ljós- mæður séu meðvitaðar um hvað getur haft áhrif á gang fæðingarinnar. Nefna þær atriði eins og að fá konuna til að hreyfa sig í fæðingu og breyta reglulega um stellingar geti auðveldað fæðinguna og jafnvel hindrað það sem kalla má rúmklemmu. Undir þetta taka Mercer og Erickson-Owens (2009) og nefna sérstaklega að stellingar eins og sitja á hækjum sér og vera á fjórum fótum auki blóðflæði til legsins og styrki hríðarnar og auðveldi barninu að ganga niður fæðingarveg- inn og snúast eftir lögun hans. Ljósmæðurnar þekkja vel einkenni og skilgreiningar á axlarklemmu og veltu fyrir sér hvort rétt væri að telja að seinkun á fæðingu axla væri alltaf axlarklemma eða hvort huga mætti að öðrum þáttum í tengslum við fæðinguna sem hefðu áhrif á gang hennar. Voru þær meðvitaðar um að axlarklemma getur verið miserfið viðfangs og misjafnt hvaða aðferð hentar hverju sinni til að losa barnið. O´Leary (2009b) og Kreitzer (2009) settu báðir fram hugmyndir að flokkun á axlarklemmu, sjá töflur 2 og 3, sem þeir telja að geti leitt til mark- vissari vinnubragða við losun axla. Hjá öllum hópunum kom skýrt fram hversu mikilvægt það er að kunna að beita viðurkenndum aðferðum við losun axla og nota rétt handtök við það. Voru ljósmæðurnar ekki endilega að velta fyrir sér eða velja fyrirfram ákveðnar aðferðir við að losa axlir heldur miklu fremur eins og ein lýsti því: „... hvað kann ég og hvað er best í þessum aðstæðum og með þessa konu ...“. Hver fæðing er einstök og því er nauðsynlegt fyrir þá sem starfa við fæðingar að kunna þær aðferðir sem helst eru notaðar til að losa axlir og geta beitt þeim eftir þörfum eins og til dæmis Kreitzer (2009) og Baxley og Gobbo (2004) benda á. Þá töldu ljósmæðurnar að þær þyrftu að hlusta á innsæið, þessa innri rödd sem hjálpar til við að vera skrefinu á undan og geta búið sér í haginn, gera ráðstafanir og jafnvel hindrað axlarklemmu. Enn fremur höfðu þær tilfinningu fyrir því að þær fengju æðri hjálp og • o o o • o o o o o • o o Mynd 1. Yfir- og undirþemu rannsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.