Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 33
33Ljósmæðrablaðið - desember 2014 framgangs. Ef við breytum skilgreiningunni á aktívu stigi í sex getum við sennilega fækkað keisaraskurðum. En það eru aðrir hlutir sem við getum gert eins og að nota 4ra klst „actionlínu“ eins og er farið að gera á Landspítalanum. Nota það á partogrammið. Það gefur okkur oft meiri tíma áður en við grípum inní ferlið, eins og með belgjarofi og að setja upp syntocinon dreypi. Ég held að þetta sé góð þróun en við verðum að finna aðferð til að styðja konur þegar þær eru ekki komnar á spítalann. Þú talaðir um ótímabæran rembing, þ.e. áður en útvíkkun lýkur. Okkur var kennt það í náminu að ef konur færu að rembast áður en útvíkkun lýkur, þá gæti það valdið þykknun á leghálsi. Þú talaðir um að það væri í lagi að rembast þrátt fyrir að útvíkkun sé ekki lokið, segðu okkur frá því. Já, það eru ekki til miklar rannsóknir um þetta efni, þekkingin er tilkomin vegna þess sem aðrar ljósmæður hafa sagt okkur. Vandamálið sem ég sé við þetta er að ef þú segir við konu að hún megi ekki remb- ast, þegar þær rembast ósjálfrátt, þá geta þær upplifað tvöföld skilaboð: „Ég verð að rembast, ekki segja mér að ég megi það ekki“, svo það er ekki gott að segja þetta við konur. Ef þetta skiptir ekki máli fyrir fæðinguna þá eigum við bara að hafa hljótt og leyfa þeim bara að remb- ast ef þær eru með rembingsþörf. Mér finnst betra að leyfa konunni að hlusta á innsæi sitt og í flestum tilfellum er það í lagi, útkoman verður sú sama, hún fer á annað stig ef maður bíður, það er mín ráðlegging. Er ekki munur á frumbyrjum og fjölbyrjum hvað þetta varðar? Jú, það er rétt. Margar ljósmæður meta oft ástandið einstaklings- bundið, t.d. framhöfuðstöðu. Ef konan upplifir ekki erfiðan og óbæri- legan sársauka þá held ég að það bæti ekki ástandið að gefa konunni mænurótardeyfingu. Ég held að við eigum bara að bíða og sjá til hvað gerist. Í langflestum tilfellum leiðréttir þetta sig og þetta blessast í lokin. Auðvitað þurfum við stundum að nota deyfinguna, sérstaklega þegar konan getur ekki meira, en ég myndi prófa aðra hluti eins og baðið, breyta um stellingar og vatnsbólur kannski. Það sem er held ég erfiðast í ljósmóðurfræðum er að þú vilt ekki vera annaðhvort svartur eða hvítur og ekkert í milli. Þú verður að taka sjálfstæðar ákvarðanir og vera sveigjanlegur. Af hverju heldur þú að það sé svona mikill munur á ósjálfráðum rembingi og stýrðum rembingi? Ég held að það sé af því að ljósmóðirin trúir því að ef hún stýri rembingi þá verði betri framgangur. Að það stytti annað stig fæðingar- innar, að þetta sé betri aðferð. Ef þær tryðu þessu ekki þá myndu þær ekki gera það. Það er mikilvægt að þær geri sér grein fyrir að ósjálf- ráður rembingur inniheldur eðlileg lífeðlisleg viðbrögð sem eru vernd- andi fyrir móður og barn. Eins og það að halda ekki inni andanum í of langan tíma, öruggara er að halda niðri andanum í stuttan tíma, rembast með opinn munninn og búa til hljóð á meðan rembingnum stendur. Þetta eru allt saman lífeðlisleg og eðlileg hegðun. Ljósmæður eiga ekki að segja konum að hætta þessu því þetta er eðlilegt. Ef rætt væri við ljósmæður sem eru að stýra rembingi og þetta útskýrt fyrir þeim, þá held ég að þær myndu hætta því. Það er þó stundum við hæfi að nota stýrðan rembing, eins og þegar fæðing hefur dregist á langinn og það er farið að huga að notkun áhalda við fæðinguna, þá má prófa þetta til að vita hvort það hjálpar. En fyrst og fremst á rembingurinn að vera eðlilegur, þ.e. konan finnur það hjá sjálfri sér hvernig hún á að rembast. Við erum að breyta lífeðl- isfræðinni með því að stýra konum í að halda niðri í sér andanum og rembast. Engar rannsóknir sýna fram á gagnsemi þess. Hvernig getum við eflt konur með tilliti til væntinga þeirra og fengið þær til að vera sveigjanlegar og raunsæjar? Það getur verið flókið. Eitt af því sem ég sagði ekki í fyrirlestrinum mínum, en hef heyrt frá bæði konum og ljósmæðrum, er að stundum hafa konur tvær leiðir í huganum til að fara í gegnum fæðinguna. Þær hafa væntingar til þess að hafa hana náttúrulega, eðlilega og að hún gangi vel. En þær eru líka sveigjanlegar, þær eru með aðra leið í huganum þar sem þær þurfa einhvers konar aðstoð eða hjálp. Þetta er eins og að ganga á fjall. Kona sem ætlaði sér að fæða heima í vatni sagði mér eftirfarandi myndlíkingu: „Ég er að klifra upp Everest, þetta stóra fjall, og ég fer beint upp án súrefnis af því að ég er sterk og þetta er svo fallegur dagur og það er auðvelt að gera þetta. En hvað ef ég vakna og það er stormur og það er mjög kalt og þá þarf ég að fá aðstoð frá Sherpunum, ég þarf hjálp af því þetta er orðið erfitt. Það er eins og að fara á spítalann, fá meðferð og inngrip. Ég fæði samt barnið og ég fagna því, ég náði toppnum. Önnur leiðin er með aðstoð, því ég þurfti hana en hin er sú að ég geri þetta sjálf. Báðar leiðirnar eru góðar. Ég myndi vilja gera þetta sjálf en ef ástandið breytist þá þarf ég hjálp.“ Það er ekki slæm aðferð að setja þetta upp í svona tvær sögur. Hvaða tilfinningar bærast innra með þér eftir að hafa hitt allar þessar íslensku ljósmæður hér á Landspítalanum? Mér finnst þið vera á réttri leið, þið viljið gera ykkar besta fyrir konurnar. Þið eruð að reyna að finna lausnir, jafnvel þó að þið standið í þessum breytingum. Þið gerið ykkur grein fyrir því að það er mjög mikilvægt að standa vörð um eðlilegar fæðingar núna eftir þessar breytingar. Það er jafnvel mikilvægara í dag að þið gerið það, einmitt vegna breytinganna. Ég óska ykkur alls hins besta. Vonandi gengur þetta vel hjá ykkur. Þið eruð með rétta viðhorfið og hugarfarið. Hrafnhildur Ólafsdóttir Embla Ýr Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.