Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 51

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 51
51Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Ævintýrið er byrjað. Ljósmóðirin er komin út á flugvöll með tösk- una í eftirdragi. Tilfinningin er margslungin. Danska afleysingaskrif- stofan er búin að vinna sína vinnu og gera allt klárt. Pappírarnir eru meðferðis, flugmiðinn, leiðarlýsing á búverustaðinn, sjúkrahúsið og hvaða samgöngumiðla á að nota. Netnámskeiðum lokið ef svo ber undir. Skrifstofan búin að leggja áherslu á að við séum að koma til að hjálpa til og sannarlega líður manni eins og að maður sé að gera mikið góðverk. Hjálpa norskum ljósmæðrum að komast í frí og við sem komum með þessum hætti erum því mikilvægur hlekkur í heil- brigðiskerfinu. Vellíðan rennur um æðarnar þegar flugfreyjan kemur og býður manni kaffi eða te. Þetta er vinnuferð og gamanið að byrja. Ljósmóðirin er mætt á Gardemoen og horfir í kringum sig. Langar til að hrópa: „Hér er ég, ég er komin“. Bíður spennt eftir töskunni og skondrast af stað. Frábærar leiðarlýsingar hjá skrifstofunni koma sér núna vel. Nánast tímasettar áætlunarferðir á blaði með fluglestinni, staðarlestinni, strætó eða jafnvel leigubíl er fylgt eftir og allt gengur smurt. Komin á leiðarenda. Nú þarf að finna búsetustaðinn og lykl- ana að honum. Spennt að sjá hvernig hann lítur út. Er þetta eitthvert hreysi, fín stúdíóíbúð, herbergi með aðgangi að eldhúsi og stofu? Hvernig lítur þetta út? Það reyndist svo allur gangur á því en skrif- stofan leggur mikið uppúr því að þokkalega vel fari um alla. Rjóð í kinnum og með öran hjartslátt fer ljósmóðirin þreytt í háttinn eftir mislangt og stressandi ferðalag. Meira en tilbúin að takast á við verk- efni fyrstu vaktarinnar. Hugsanirnar hringsóla í kollinum. Taka jafn- vel völdin og svefninn fer út og suður. Hvernig verður þetta, hverju mæti ég, hvernig verður tekið á móti mér? Vá hvað deildin hlýtur samt að vera glöð að fá mig. Nú fara norsku ljósmæðurnar að tikka í sumarfrí. Þökk sé okkur sem leysum þær af. Við erum að koma og bjarga þeim. Þegar fyrsti dagurinn rennur upp fær maður á tilfinninguna að maður sé í ratleik. Þegar búið er að leita uppi sjúkrahúsið og fæðingardeildina fer glansinn aðeins að mattast af björgunarstör- funum. Áfram gengur ratleikurinn. Það er leitin að vinnufötunum, aðgangsorðum, auðkenniskortum, myndatökum og svo er að slípa til norskuna. Engin miskunn, nú er allt á norsku og danskan/sænskan/ norskan hjá íslensku ljósmóðurinni þarf að smella. Þegar þessari yfirferð er lokið er ljósmóðirin nokkuð ánægð með sig. Eftir að vera komin í fötin með auðkenniskortið og myndina og aðgangsorðin sem Ævintýraþrá – tilbreyting – húsmæðraorlof – peningar H U G L E I Ð I N G A R Auðkenniskort héðan og þaðan. Stella og Guðrún Fema á hlaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.