Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 34
34 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Fundurinn var skipulagður og haldinn af danska ljósmæðrafélaginu. Þátttakendur voru: Danmörk: Lillian Bondo, formaður ljósmæðrafélags Danmerkur. Kit Dynnes Hansen, varaformaður. Bodil Kirstine Møller. Githa Cajus. Finnland: Eva Matintupa, námsstjóri framhaldsnáms og lektor við Novia University of applied sciences, Vaasa. Eva var jafnframt fulltrúi stjórnar finnska ljósmæðra- félagsins á fundinum. Ísland: Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Helga Gottfreðsdóttir, dósent, námsbrautarstjóri, náms- braut í ljósmóðurfræði. Háskóli Íslands. Hildur Kristjánsdóttir, forseti Norðurlandasamtaka ljósmæðra og lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði. Háskóli Íslands. Noregur: Kari Bjerck, lektor við háskólann í Tromsö. Mirjam Lukasse, lektor við University College í Osló og Akershus. Nanna Voldner frá University College í Osló og Akershus. Svíþjóð: Ingela Wiklund, formaður sænska ljósmæðrafélagsins. Eva Louise Nordlund, varaformaður sænska ljósmæðra- félagsins. Marianne Johansson, lektor við Borås Högskola University. Lis Munk vårdförbundet Færeyjar: Annika Hoydal, formaður færeyska ljósmæðrafélagsins. Lillie Eliassen, í stjórn færeyska ljósmæðrafélagsins. Tilgangur fundarins og vinnusmiðjunnar var að ræða menntunarmál ljósmæðra á Norðurlöndunum og starfsvettvang stéttarinnar. Umræða um menntunarmál hefur ætíð verið fyrirferðarmikil á stjórnarfundum Norðurlandasamtaka ljósmæðra og er það ein ástæða þess að fundarröð á vegum samtakanna hefur verið haldin tvisvar um það mál. Á fundinn mættu formenn ljósmæðrafélaganna (nema frá Finnlandi). Einnig mætti áhrifafólk innan menntakerfisins í löndunum sem þekkir vel til menntunarmála og starfsvettvangs ljósmæðra, hvað er líkt, hvað er ólíkt og framtíðarsýn. Ánægjulegt var að formaður færeyska ljósmæðrafélagsins kom til fundarins. Fyrri dag fundarins var rætt vítt og breitt um fyrirkomulag menntunar í löndunum og hver væru næstu skref varðandi menntun ljósmæðra. Fulltrúar ljósmæðranáms frá öllum löndunum kynntu námsleiðir í sínum löndum, inntökuskilyrði, uppbyggingu námsins, á hvaða skólastigi það er, hvaða gráða veitir starfsréttindi og með hvaða gráðu er útskrifast. Lengd námsins var kynnt, starfsumhverfi, lagarammar og starfsvettvangur. Veikleikar og styrkleikar þessara þátta voru ræddir þar sem við átti. Það er yfirlýst stefna norska ljósmæðrafélagsins að stefnt skuli að því að ljósmæðranám verði fimm ár til meistaragráðu og starfsréttinda og að tekið verði inn í námið strax að loknu stúdentsprófi. Opinber andstaða er við þessa stefnu og hefur háskólinn í Osló ákveðið að hefja tveggja ára meistaranám sem leiðir til starfsleyfis sem ljósmóðir í janúar 2015. Gert er ráð fyrir 30 eininga meistaraverkefni. Rétt fyrir fundinn í Kaupmannahöfn fékk háskólinn í Tromsö boð um að þróa fimm ára nám í þeim anda sem norska ljósmæðrafélagið vill stefna að. Fundarmenn voru gífurlega spenntir að heyra af þessu og er mikil tilhlökkun að heyra hvernig þetta mun þróast. Sænska ljósmæðrafélagið stefnir einnig að námsleið sem tekur fimm ár og lýkur með starfsréttindum sem ljósmóðir og meistaragráðu. Þar hefur einnig verið fyrirstaða frá stjórnvöldum að hrinda þessu af stað á landsvísu. Fjórtán skólar í landinu annast menntun ljósmæðra og hafa þrír þeirra sent inn umsókn um að fá að hefja þróun nýrrar námsleiðar og er beðið svara varðandi þetta. Finnar hyggjast ekki breyta sínu námi og segja það hafa gengið afar vel. Þó hefur verið núningur frá finnska hjúkrunarfélaginu sem dregur í efa að menntun þeirra sé nægjanleg til þess að þær fái sjálfkrafa starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingar sem hluta af ljósmæðranámi. Í Danmörku er búið að skipuleggja tveggja ára meistaranám fyrir ljósmæður við háskólann í Óðinsvéum sem þær geta hafið eftir að ljósmæðranámi lýkur. Þetta nám hófst í haust. Fulltrúi Færeyja í hópnum lýsti áhuga færeyskra ljósmæðra á að fara í sitt nám eftir hjúkrunarnám og þá helst á Íslandi í ljósi þess að í Færeyjum er nám í hjúkrunarfræði að íslenskri fyrirmynd. Enn sem komið er eru langflestar færeyskar ljósmæður menntaðar í Danmörku. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir stöðu menntunar á Norðurlöndunum. Fulltrúar Íslands sögðu frá því að verið væri að endurskoða námskrá í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands með það að leiðarljósi að námið yrði fimm ára meistaranám til starfsréttinda. Sagt var frá könnun sem Ljósmæðrafélag Íslands og námsbraut í ljósmóðurfræði stóðu að og gerð var meðal ljósmæðra á Íslandi. Rafrænn spurningalisti var sendur til 286 ljósmæðra af póstlista félagsins og heildarsvörun var 39,5%. Í könnuninni var staða ljósmæðramenntunar eins og hún er í dag kynnt. Settir voru fram þrír mögulegir valkostir: 1. Vilt þú fara þá leið í námi ljósmæðra að inntökuskilyrði sé stúdentspróf eftir að hafa tekið inntökupróf, og því ljúki með meistaragráðu til starfsréttinda eftir fimm ára nám? Mögulegt væri að bæta einu ári við til að ljúka hjúkrunarnámi til starfsréttinda. Samtals um sex ár. 2. Vilt þú hafa nám ljósmæðra óbreytt frá því sem nú er, inntökuskilyrði BS-próf í hjúkrun og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur? Ljósmæðranám í tvö ár til kandídatsprófs/ starfsréttinda og meistaranám í ljósmóðurfræði eitt ár til viðbótar. Samtals sjö ár. 3. Vilt þú að nám ljósmæðra verði fullt tveggja ára nám sem lýkur með meistaragráðu til starfsréttinda? Inntökuskilyrði er BSc nám í hjúkrunarfræði og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur og eins árs starfsreynsla við hjúkrun. Samtals sex ár. Niðurstöður könnunarinnar voru á þann veg að rúmlega 13% ljósmæðra vilja halda óbreyttu námi, 41% völdu leið eitt eða Menntun ljósmæðra á Norðurlöndum í nútíð og framtíð Fundur og vinnusmiðja á vegum Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) haldinn í Kaupmannahöfn dagana 27. og 28. ágúst 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.