Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 24
24 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Öryggistilfinning ljósmæðra Almennt má segja að ljósmæður óski þess að geta unnið eftir hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar, en vinnuumhverfið geti vissulega sett þeim skorður. Í eigindlegri rannsókn Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009), sem tók til 18 íslenskra ljósmæðra, kom fram að ljósmæðrum fannst reglur stofn- ana oft stangast á við þekkingu þeirra og verklagsreglur stofnana skerða valkosti þeirra og kvennanna til ákvarðanatöku. Þá þurfa þær að velja á milli þess að taka ákvörðun samkvæmt eigin klínísku mati, vilja konunnar eða reglum stofnunarinnar. Einnig getur vinnuálag haft áhrif á störf ljósmæðra. Sumar íslensku ljósmæðranna í rann- sókn Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) líktu starfi sínu við færibanda- vinnu í verksmiðju og voru ekki vissar um að konan fengi alltaf þá yfirsetu sem hún þyrfti. Þær höfðu áhyggjur af auknu vinnuálagi, minni yfirsetu og vöntun á hinum mannlega klíníska mónitor. Það getur haft þær afleiðingar að óþörf inngrip í eðlilega fæðingu aukist. Með því sé grafið undan öryggi móður og barns. Vera má að þær ljósmæður sem önnuðust konur í eigindlegu rannsókn Jamas o.fl. (2011) hafi verið undir of miklu vinnuálagi eða stjórnast of mikið af reglum spítalans, í stað þess að fylgja eigin sannfæringu. Íslensku ljósmæðrunum í rannsókn Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) fannst fæðingarstaðir hafa áhrif á sjálfræði þeirra í starfi. Ljósmæður á minni fæðingarstöðum, eins og þeim á landsbyggðinni, upplifðu meira sjálfræði. Þá fannst þeim sjálfræði til ákvarðanatöku tengjast tilfinningu um öryggi en tilfinningin um skert sjálfræði skapa óöryggi. Útkoma fæðinga Í ljósi þess sem fram hefur komið um reynslu ljósmæðra og upplif- anir kvenna af umönnun á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum annars vegar og hátækni fæðingardeildum hins vegar, er forvitnilegt að skoða útkomu fæðinga á þessum stöðum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ekki er öllum konum ráðlagt að fæða á frístandandi fæðingarheimilum. Almennt eru skilyrðin sú að konan sé heilbrigð og vænti eðlilegrar fæðingar. Í leiðbein- ingum Landlæknisembættisins (2007) kemur fram að konum með heilsufarskvilla sé ráðið frá því að fæða á þjónustustigi D. Má þar nefna konur með langvarandi sjúkdóma sem geta haft áhrif á gang fæðingar, blóðflokkamisræmi, blóðþynningu, blóðleysi, meðgöngu- eitrun, meðgöngusykursýki, fyrirsæta fylgju, líkamsþyngdarstuðul < 18 eða > 35, konur sem reykja yfir 10 sígarettur á dag eða neyta fíkniefna. Ef þyngd barns er áætluð um eða yfir 4500 g eða talið of stórt fyrir líkamsbyggingu viðkomandi konu, ef það er í sitj- andi stöðu eða vaxtarseinkun er meiri en 24%, er henni einnig ráðið frá því að fæða á þjónustustigi D. Að lokum er tekið mið af fyrri fæðingum, en fyrri keisaraskurður, saga um axlarklemmu eða lélegan samdrátt í legi í fyrri fæðingu sem olli meira en 1000 ml blæðingu er frábending fæðingar á þjónustustigi D. Þessar leið- beiningar eru til þess gerðar að tryggja klínískt öryggi kvenna sem ráðgera að fæða á fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á útkomu fæðinga á frístand- andi fæðingarheimilum erlendis og nýlega hafa hérlendis verið gerðar tvær rannsóknir á útkomu fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum á Selfossi og í Keflavík. Ef litið er á erlendar rannsóknir var í Danmörku gerð afturvirk lýsandi samanburðarrannsókn á tveimur fæðingarheimilum og tveimur hátækni fæðingardeildum. Þátttakendur í hvorum hópi voru 839 heilbrigðar konur sem væntu eðlilegrar fæðingar. Í ljós kom að ekki var marktækur munur milli hópa á tíðni nýbura með Apgar stig < 7 eftir 1 mínútu eða < 9 eftir 5 mínútur, en tíðni keisaraskurða var marktækt lægri í hópi kvenna sem fæddu á fæðingarheimilum (Overgaard, Møller, Fenger-Grøn, Knudsen og Sandall, 2011). Í Englandi var gerð samanburðarann- sókn sem tók til 64.538 heilbrigðra kvenna sem væntu eðlilegrar fæðingar á tímabilinu 2008‒2010. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkomu fæðinga og inngrip eftir því hvort konur fæddu heima, á frístandandi fæðingarheimilum, á ljósmæðrareknum fæðingardeildum tengdum sjúkrahúsi eða á hátækni fæðingar- deildum. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á heilsu nýbura eftir því hvar fæðingin fór fram, en 83% kvenna sem fæddu á fæðingarheimilum upplifðu fæðingu án inngripa samanborið við 58% þeirra sem fæddu á hátækni fæðingardeild (Birthplace in England Collaborative Group, 2011). Þessar rannsóknir áttu það sammerkt að konur sem fæddu á frístandandi fæðingarheimilum voru marktækt líklegri til að upplifa eðlilega fæðingu og ólíklegri til þess að upplifa inngrip í fæðingu, svo sem áhaldafæðingar, fá hríða- örvandi lyf, verkjalyf eða enda í keisaraskurði, samanborið við heil- brigðar konur sem fæddu á hátækni fæðingardeildum. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á sömu niðurstöður (Benatar, Garrett, Howell og Palmer, 2013; Birthplace in England Collaborative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). Rannsókn Overgaard o.fl. (2011) sýndi ennfremur að konur sem fæddu á frístandandi fæðingarheimilum voru marktækt ólíklegri til þess að upplifa erfiða fæðingu, vandamál tengd grindarholi, axlarklemmu, hnakkastöðu barns, > 500 ml blæðingu eftir fæðingu og 1°‒2° spangarrifu. Þær voru líklegri til þess að hafa heila spöng og útskrifast heim < 6 klst. eftir fæðingu. Ef litið er á rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi kann- aði Steina Þórey Ragnarsdóttir (2013) útkomu 145 fæðinga á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) á tímabilinu 1. maí 2010 til 1. maí 2011 og Sigrún Kristjánsdóttir (2012) útkomu 112 fæðinga sem hófust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) árið 2010. Á þessum stofnunum eru ljósmæðrastýrðar fæðingardeildir sem hægt er að skilgreina sem frístandandi fæðingarheimili, en þar geta konur fætt sem gengið hafa í gegnum heilbrigða meðgöngu og vænta eðlilegrar fæðingar. Útkoma fæðinga á báðum stöðum var góð og væri fróð- legt að bera saman útkomu fæðinga hjá sambærilegum hópi kvenna á þessum stöðum og á Landspítala (LSH). En hafa verður í huga að á Landspítala fæða bæði konur sem vænta eðlilegrar fæðingar og konur sem eiga í hættu á vandamálum í fæðingu. Á HSS og HSu var ekkert barn < 7 í Apgar eftir 5 mínútur, samanborið við 2,5% barna á LSH árið 2012 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðars- dóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2013). Inngrip í fæðingu voru sjaldgæf, sogklukka eða töng voru notuð í 4% tilvika á HSS og 4,5% tilvika á HSu, samanborið við 9,6% á LSH. Hríða- örvandi lyf voru í 11% tilvika notuð á HSS og 3,5% á HSu, saman- borið við 28,6% á Landspítala. Spöng var heil hjá 26% kvenna á HSS, ein kona fékk 3° rifu en engin 4° rifu, spangarskurður var gerður í 9% tilfella. Á HSu var spöng heil hjá 34% kvenna, 3,6% hlutu 3°‒4° rifu og spangarskurður gerður í 2,7% tilfella. Á LSH hlutu 3,7% 3°‒4° rifu og spangarskurður gerður í 11,1% tilfella. Á HSS varð í 5% tilfella > 500 ml blæðing eftir fæðingu, en hvorki átti sér stað erfið fæðing né alvarleg uppákoma á tímabilinu. Á HSu var > 500 ml blæðing í 17% tilfella, en engin þeirra þurfti á blóðgjöf að halda. Blæðing var marktækt minni á HSu samanborið við LSH. Hvað varðar keisaratíðni var hún 3,6% hjá konum sem ráðgerðu að fæða á HSu, samanborið við 11,2% hjá konum sem ráðgerðu að fæða á LSH. Rannsókn Steinu Þóreyjar tók aðeins til þeirra kvenna sem kláruðu fæðinguna á HSS og endaði því engin þeirra í keisara- skurði. Þessar niðurstöður eru að mörgu leyti í samræmi við þær erlendu rannsóknir sem ræddar voru hér að framan. Til að tryggja klínískt öryggi móður og barna þeirra sem fæða á minni fæðingardeildum á landsbyggðinni hefur Landlæknisemb- ættið bent á nokkur atriði í leiðbeiningum sínum um val á fæðingar- stað sem benda til þess að flytja þurfi konu í fæðingu á hærra þjón- ustustig. Þessi atriði eru fósturstreita, barnabik í legvatni, óeðlileg blæðing, þörf á mænurótardeyfingu, hiti > 38°C, legvatn farið í > 24 klst. og ekki góð sótt, langdregin fæðing/þörf fyrir örvun, fæðingar- galli eða veikindi barns. Í rannsókn Sigrúnar Kristjánsdóttur (2012) var flutningstíðni frá HSS á LSH 20% og algengasta ástæða flutn- ings var langdregin fæðing. Þetta er í samræmi við niðurstöður rann- sóknar Overgaard o.fl. (2011) á fæðingarheimilum í Danmörku, en þar var flutningstíðnin örlítið lægri eða 14,8%. Í báðum rannsóknum var flutningstíðnin hærri meðal frumbyrja en fjölbyrja og hafa aðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.