Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 24
24 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Öryggistilfinning ljósmæðra Almennt má segja að ljósmæður óski þess að geta unnið eftir hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar, en vinnuumhverfið geti vissulega sett þeim skorður. Í eigindlegri rannsókn Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009), sem tók til 18 íslenskra ljósmæðra, kom fram að ljósmæðrum fannst reglur stofn- ana oft stangast á við þekkingu þeirra og verklagsreglur stofnana skerða valkosti þeirra og kvennanna til ákvarðanatöku. Þá þurfa þær að velja á milli þess að taka ákvörðun samkvæmt eigin klínísku mati, vilja konunnar eða reglum stofnunarinnar. Einnig getur vinnuálag haft áhrif á störf ljósmæðra. Sumar íslensku ljósmæðranna í rann- sókn Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) líktu starfi sínu við færibanda- vinnu í verksmiðju og voru ekki vissar um að konan fengi alltaf þá yfirsetu sem hún þyrfti. Þær höfðu áhyggjur af auknu vinnuálagi, minni yfirsetu og vöntun á hinum mannlega klíníska mónitor. Það getur haft þær afleiðingar að óþörf inngrip í eðlilega fæðingu aukist. Með því sé grafið undan öryggi móður og barns. Vera má að þær ljósmæður sem önnuðust konur í eigindlegu rannsókn Jamas o.fl. (2011) hafi verið undir of miklu vinnuálagi eða stjórnast of mikið af reglum spítalans, í stað þess að fylgja eigin sannfæringu. Íslensku ljósmæðrunum í rannsókn Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) fannst fæðingarstaðir hafa áhrif á sjálfræði þeirra í starfi. Ljósmæður á minni fæðingarstöðum, eins og þeim á landsbyggðinni, upplifðu meira sjálfræði. Þá fannst þeim sjálfræði til ákvarðanatöku tengjast tilfinningu um öryggi en tilfinningin um skert sjálfræði skapa óöryggi. Útkoma fæðinga Í ljósi þess sem fram hefur komið um reynslu ljósmæðra og upplif- anir kvenna af umönnun á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum annars vegar og hátækni fæðingardeildum hins vegar, er forvitnilegt að skoða útkomu fæðinga á þessum stöðum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ekki er öllum konum ráðlagt að fæða á frístandandi fæðingarheimilum. Almennt eru skilyrðin sú að konan sé heilbrigð og vænti eðlilegrar fæðingar. Í leiðbein- ingum Landlæknisembættisins (2007) kemur fram að konum með heilsufarskvilla sé ráðið frá því að fæða á þjónustustigi D. Má þar nefna konur með langvarandi sjúkdóma sem geta haft áhrif á gang fæðingar, blóðflokkamisræmi, blóðþynningu, blóðleysi, meðgöngu- eitrun, meðgöngusykursýki, fyrirsæta fylgju, líkamsþyngdarstuðul < 18 eða > 35, konur sem reykja yfir 10 sígarettur á dag eða neyta fíkniefna. Ef þyngd barns er áætluð um eða yfir 4500 g eða talið of stórt fyrir líkamsbyggingu viðkomandi konu, ef það er í sitj- andi stöðu eða vaxtarseinkun er meiri en 24%, er henni einnig ráðið frá því að fæða á þjónustustigi D. Að lokum er tekið mið af fyrri fæðingum, en fyrri keisaraskurður, saga um axlarklemmu eða lélegan samdrátt í legi í fyrri fæðingu sem olli meira en 1000 ml blæðingu er frábending fæðingar á þjónustustigi D. Þessar leið- beiningar eru til þess gerðar að tryggja klínískt öryggi kvenna sem ráðgera að fæða á fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á útkomu fæðinga á frístand- andi fæðingarheimilum erlendis og nýlega hafa hérlendis verið gerðar tvær rannsóknir á útkomu fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum á Selfossi og í Keflavík. Ef litið er á erlendar rannsóknir var í Danmörku gerð afturvirk lýsandi samanburðarrannsókn á tveimur fæðingarheimilum og tveimur hátækni fæðingardeildum. Þátttakendur í hvorum hópi voru 839 heilbrigðar konur sem væntu eðlilegrar fæðingar. Í ljós kom að ekki var marktækur munur milli hópa á tíðni nýbura með Apgar stig < 7 eftir 1 mínútu eða < 9 eftir 5 mínútur, en tíðni keisaraskurða var marktækt lægri í hópi kvenna sem fæddu á fæðingarheimilum (Overgaard, Møller, Fenger-Grøn, Knudsen og Sandall, 2011). Í Englandi var gerð samanburðarann- sókn sem tók til 64.538 heilbrigðra kvenna sem væntu eðlilegrar fæðingar á tímabilinu 2008‒2010. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkomu fæðinga og inngrip eftir því hvort konur fæddu heima, á frístandandi fæðingarheimilum, á ljósmæðrareknum fæðingardeildum tengdum sjúkrahúsi eða á hátækni fæðingar- deildum. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á heilsu nýbura eftir því hvar fæðingin fór fram, en 83% kvenna sem fæddu á fæðingarheimilum upplifðu fæðingu án inngripa samanborið við 58% þeirra sem fæddu á hátækni fæðingardeild (Birthplace in England Collaborative Group, 2011). Þessar rannsóknir áttu það sammerkt að konur sem fæddu á frístandandi fæðingarheimilum voru marktækt líklegri til að upplifa eðlilega fæðingu og ólíklegri til þess að upplifa inngrip í fæðingu, svo sem áhaldafæðingar, fá hríða- örvandi lyf, verkjalyf eða enda í keisaraskurði, samanborið við heil- brigðar konur sem fæddu á hátækni fæðingardeildum. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á sömu niðurstöður (Benatar, Garrett, Howell og Palmer, 2013; Birthplace in England Collaborative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). Rannsókn Overgaard o.fl. (2011) sýndi ennfremur að konur sem fæddu á frístandandi fæðingarheimilum voru marktækt ólíklegri til þess að upplifa erfiða fæðingu, vandamál tengd grindarholi, axlarklemmu, hnakkastöðu barns, > 500 ml blæðingu eftir fæðingu og 1°‒2° spangarrifu. Þær voru líklegri til þess að hafa heila spöng og útskrifast heim < 6 klst. eftir fæðingu. Ef litið er á rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi kann- aði Steina Þórey Ragnarsdóttir (2013) útkomu 145 fæðinga á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) á tímabilinu 1. maí 2010 til 1. maí 2011 og Sigrún Kristjánsdóttir (2012) útkomu 112 fæðinga sem hófust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) árið 2010. Á þessum stofnunum eru ljósmæðrastýrðar fæðingardeildir sem hægt er að skilgreina sem frístandandi fæðingarheimili, en þar geta konur fætt sem gengið hafa í gegnum heilbrigða meðgöngu og vænta eðlilegrar fæðingar. Útkoma fæðinga á báðum stöðum var góð og væri fróð- legt að bera saman útkomu fæðinga hjá sambærilegum hópi kvenna á þessum stöðum og á Landspítala (LSH). En hafa verður í huga að á Landspítala fæða bæði konur sem vænta eðlilegrar fæðingar og konur sem eiga í hættu á vandamálum í fæðingu. Á HSS og HSu var ekkert barn < 7 í Apgar eftir 5 mínútur, samanborið við 2,5% barna á LSH árið 2012 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðars- dóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2013). Inngrip í fæðingu voru sjaldgæf, sogklukka eða töng voru notuð í 4% tilvika á HSS og 4,5% tilvika á HSu, samanborið við 9,6% á LSH. Hríða- örvandi lyf voru í 11% tilvika notuð á HSS og 3,5% á HSu, saman- borið við 28,6% á Landspítala. Spöng var heil hjá 26% kvenna á HSS, ein kona fékk 3° rifu en engin 4° rifu, spangarskurður var gerður í 9% tilfella. Á HSu var spöng heil hjá 34% kvenna, 3,6% hlutu 3°‒4° rifu og spangarskurður gerður í 2,7% tilfella. Á LSH hlutu 3,7% 3°‒4° rifu og spangarskurður gerður í 11,1% tilfella. Á HSS varð í 5% tilfella > 500 ml blæðing eftir fæðingu, en hvorki átti sér stað erfið fæðing né alvarleg uppákoma á tímabilinu. Á HSu var > 500 ml blæðing í 17% tilfella, en engin þeirra þurfti á blóðgjöf að halda. Blæðing var marktækt minni á HSu samanborið við LSH. Hvað varðar keisaratíðni var hún 3,6% hjá konum sem ráðgerðu að fæða á HSu, samanborið við 11,2% hjá konum sem ráðgerðu að fæða á LSH. Rannsókn Steinu Þóreyjar tók aðeins til þeirra kvenna sem kláruðu fæðinguna á HSS og endaði því engin þeirra í keisara- skurði. Þessar niðurstöður eru að mörgu leyti í samræmi við þær erlendu rannsóknir sem ræddar voru hér að framan. Til að tryggja klínískt öryggi móður og barna þeirra sem fæða á minni fæðingardeildum á landsbyggðinni hefur Landlæknisemb- ættið bent á nokkur atriði í leiðbeiningum sínum um val á fæðingar- stað sem benda til þess að flytja þurfi konu í fæðingu á hærra þjón- ustustig. Þessi atriði eru fósturstreita, barnabik í legvatni, óeðlileg blæðing, þörf á mænurótardeyfingu, hiti > 38°C, legvatn farið í > 24 klst. og ekki góð sótt, langdregin fæðing/þörf fyrir örvun, fæðingar- galli eða veikindi barns. Í rannsókn Sigrúnar Kristjánsdóttur (2012) var flutningstíðni frá HSS á LSH 20% og algengasta ástæða flutn- ings var langdregin fæðing. Þetta er í samræmi við niðurstöður rann- sóknar Overgaard o.fl. (2011) á fæðingarheimilum í Danmörku, en þar var flutningstíðnin örlítið lægri eða 14,8%. Í báðum rannsóknum var flutningstíðnin hærri meðal frumbyrja en fjölbyrja og hafa aðrar

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.