Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 25
25Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Með því að nota mild þvottaefni eins og MILT, dregur þú úr líkum á því að þú eða einhverjir í þinni fjölskyldu fái ofnæmi eða exem. ÁN OFNÆMIS- VALDANDI EFNA FARÐU MILDUM HÖNDUM UM ÞIG, ÞVOTTINN OG UMHVERFIÐ 40 ÞVOTTAR Í 2 KG PAKKA Þú þarft minna af MILT því það er sérþróað fyrir íslenskt vatn. rannsóknir sýnt sömu niðurstöður (Birthplace in England Colla- borative Group, 2011; da Silva o.fl., 2012; Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Ef flutningstími og útkoma fæðinga eftir flutning er skoðuð gerðu Rowe o.fl. (2013) rannsókn sem tók til 5.904 kvenna í Englandi sem fluttar voru í og eftir fæðingu frá fæðingarheimilum á hátækni fæðingardeild. Meðal flutningstími frá því ákveðið var að flytja konu og þar til fyrsta skoðun var gerð á hátækni sjúkrahúsi var 60 mínútur miðað við 20‒40 km vegalengd. Flestir flutningar voru ekki bráðir og neyðartilvik voru sjaldgæf. Sýnt hefur verið fram á að til þess að sem stystur tími líði frá ákvörðun um flutning þar til konan fær viðeigandi meðferð á hátæknisjúkrahúsi skipti góð samskipti á milli fagaðila stofnana lykilmáli (Rowe o.fl., 2013). Á Íslandi hafa minni fæðingardeildir úti á landi góð tengsl við hátækni fæðingardeild Landspítalans. Gera má ráð fyrir svipuðum flutnings- tíma frá fæðingardeildinni í Vestmannaeyjum á Landspítala. Þar með talin skipulagning flutnings, sem tók að meðaltali 20 mínútur í rannsókn Rowe o.fl. (2013), keyrsla út á flugvöll (3‒5 mínútur), flug til Reykjavíkur (u.þ.b. 20 mínútur) og keyrsla frá flugvelli upp á Landspítala (u.þ.b. 5 mínútur). Þó þarf að taka mið af veðurfærð og sýndi rannsókn Rowe o.fl. (2013) að við ákvarðanir um flutn- ing tóku ljósmæður mið af landfræðilegum aðstæðum, umferð og veðurfærð. Eftir að konurnar sem fluttar voru höfðu fengið fyrstu skoðun á hátækni fæðingardeild liðu að meðaltali 3,3 klukku- stundir þar til þær fæddu börn sín. Af þeim börnum sem fæddust innan klukkustundar frá fyrstu skoðun á hátækni fæðingardeild voru 0,3% með < 7 í apgar eftir 5 mínútur, notuð voru áhöld í 6% tilfella og keisaraskurður gerður í 1,8% tilfella. Má því segja að flutningur hafi ekki slæm áhrif á útkomu fæðinga, enda hafa rann- sóknir ítrekað sýnt jafna útkomu fæðinga hvort sem konur hefji fæðingu á fæðingarheimili eða hátækni sjúkrahúsi (Benatar o.fl., 2013; Birthplace in England Collaborative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). SAMANTEKT - LOKAORÐ Samkvæmt þessari fræðilegu úttekt er öruggt fyrir heilbrigðar konur sem vænta eðlilegrar fæðingar að fæða á frístandandi fæðingarheim- ilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni. Í leiðbeiningum Landlæknisembættisins (2007) eru tilgreind þau skilyrði sem kona verður að uppfylla til þess að geta fætt á þjónustustigi D. Einnig kemur fram undir hvaða kringumstæðum flytja eigi konu í og eftir fæðingu frá þjónustustigi D á hærra þjónustustig. Í heimabæ sínum njóta konur umönnunar ljósmóður sem þær þekkja og hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar fær að njóta sín, þær eru nálægt sínum nánustu í umhverfi sem þær þekkja. Þá eru meiri líkur á að fæðingarhormónin nái að starfa eðlilega og að adrenalínið skemmi ekki fyrir, þar sem konan finnur síður fyrir kvíða eða streitu (Odent, 2011). Rannsóknir hafa ekki sýnt marktækan mun á útkomu fæðinga hvort sem heilbrigðar konur sem vænta eðlilegrar fæðingar hefji fæðingu á frístandandi fæðingarheimilum eða hátækni fæðingar- deild. Hins vegar hafa þær sýnt marktækt minni líkur á keisara- skurði og inngripum í fæðingu, hefji kona fæðingu á frístandandi fæðingarheimili (Benatar o.fl., 2013; Birthplace in England Colla- borative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). Komi eitthvað upp á í fæðingu á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni er konan flutt á hátækni fæðingardeild. Í rannsóknunum sem skoðaðar voru var flutningstíðni frá þjónustustigi D á hátækni fæðingardeild 14,8‒20% (Birthplace in England Collaborative Group, 2011; da Silva o.fl., 2012; Overgaard, 2011; Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Tekið skal fram að allar rannsóknir sem skoðaðar voru tóku til frístandandi fæðingarheimila þar sem eingöngu störfuðu þjálfaðar ljósmæður og góð tengsl voru við hátækni fæðingardeild. Á Íslandi hefur ekki verið gerð samanburðarrannsókn á útkomu fæðinga heilbrigðra kvenna, sem vænta eðlilegrar fæðingar, eftir því hvort þær fæði á þjónustustigi D (litlar fæðingardeildir úti á landi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.