Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 42
42 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Komin langt út fyrir þægindarammann Þegar ég var beðin um að skrifa um dvöl mína í Hong Kong þar sem ég starfaði sem ljósmóðir í 13 mánuði hjá einkareknu ljósmæðra- fyrirtæki þá var ég tvístígandi því hvar átti ég að byrja? Fyrirtækið, sem er í eigu tveggja íslenskra kvenna, Huldu Þóreyjar Garðarsdóttur og Kristrúnar Lindar Birgisdóttur, og kallast Annerley auglýsti eftir íslenskri ljósmóður til starfa og ég var á þeim stað í lífinu að mig langaði til að gera eitthvað annað en að vinna á Landspítalanum. Það varð því úr að ég sótti um, fékk stöðuna, seldi hluta af húsgögnunum mínum, bílinn og leigði út íbúðina og flutti út í byrjun júní 2013. Þetta var virkilega stór ákvörðun og að mörgu leyti mjög kvíðvænleg því þeir sem þekkja mig vita hvað ég er mikil fjölskyldumanneskja og að systkinabörn mín eru sem mín eigin. Ég lét þó verða af þessu því í mínum huga var það kvíðvænlegra að líta tilbaka og sjá eftir að hafa aldrei þorað, að taka ekki af skarið og fara út úr þæginda- rammanum. Flutningurinn til Hong Kong varð því að veruleika og Guð minn góður hvað ég var komin langt út fyrir þægindarammann. Þegar ég mætti var hitastigið rúmlega 30ºC og 90% raki þannig að ég var alltaf sveitt, hárið aldrei verið eins krullað og ég sem taldi mig vera nokkuð góða í ensku komst að því að that wasn´t the case at all!! Annan eins mannfjölda hef ég heldur aldrei séð samankom- inn á einum stað og hef ég nú ferðast töluvert um heiminn. Það var gjörsamlega fólk alls staðar og ég upplifði að það vissi ekki hvað persónulegt andrými væri. Já, þetta var erfitt fyrir Íslendinginn sem alinn er upp við alla þessa víðáttu, háhýsin höfðu líka þau áhrif á mig að ég upplifði alltaf að það væri eitthvað sem yfirgnæfði mig og þrengdi að mér. En þrátt fyrir háhýsi og mannmergð þá vandist Hong Kong ótrúlega fljótt, fyrir utan kannski svitann og krullaða hárið. Fyrr en varði þá fór ég bara að gera eins og innfæddir, ganga aðeins hægar, regnhlífin varð að staðalbúnaði sem varði mig fyrir sól og rigningu og ég keypti mér fullt af nýjum fötum (þótti það ekki leiðinlegt) sem ég gat svitnað í án þess að það sæist. Mínum ástsælu hælaskóm var lagt til hliðar og keypt var ógrynni af flat- botnaskóm til að ganga á en erfitt er að ganga langar vegalengdir í hælum í Hong Kong. Ég varð líka fljótt að verða sjálfbjarga þar sem óvæntar breytingar höfðu orðið innan Annerley sem leiddu til þess að þegar ég kom út þá voru Hulda Þórey og frönsk ljósmóðir einu starfandi ljósmæðurnar innan fyrirtækisins og því nóg að gera. Ég þurfti að vera snögg að koma mér inn í aðstæður, læra á lestarkerfið og gera mig skiljanlega við leigubílsstjórana um hvert förinni væri heitið. Í ófá skipti var mér hent út þar sem þeir sögðust ekki skilja mig og það var ekki fyrr en ég neitaði bara að fara út og ég kynntist Google Map forritinu í símanum mínum (sem ég elska) að þetta fór að ganga. Þetta hafðist allt en fyrstu fjórir mánuðirnir voru gríðar- lega erfiðir en oftar en ekki mjög kómískir, sérstaklega eftir á að hyggja. Að ferðast um alla Hong Kong til að fara í heimaþjónustur og sinna nýbökuðum foreldrum og vera með fæðingarfræðslu fyrir fullan sal af verðandi foreldrum á ensku þar sem enska var oftar en ekki þeirra móðurmál gat tekið á taugarnar. Jafnframt sinntum við Hulda Þórey, Ólafía og Hafdís. Fjölskyldan kom í heimsókn til Hong Kong.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.