Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 ÚTDRÁTTUR Eftirlit með blóðsykri er mikilvægt fyrst eftir fæðingu hjá ákveðnum hópum nýbura. Hins vegar greinir fræðimenn á um skilgreiningu of lágs blóðsykurs hjá nýburum og hver gildi hans þurfi að vera til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Óvissa einkennir því ákvarð- anatöku um eftirlit með blóðsykri nýbura: hverja eigi að mæla og hvenær og við hvaða gildi blóðsykurs eigi að hefja íhlutun. Algengi lágs blóðsykurs hjá nýburum hér á landi er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var því að greina það og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna og kanna hvernig staðið sé að eftirliti með blóðsykri nýbura. Rannsóknin var lýsandi, afturskyggn og upplýsinga aflað úr sjúkraskrám. Almennar upplýsingar um börnin voru skráðar ásamt blóðsykursgildum og framkvæmd eftirlits með þeim. Í úrtaki voru þeir nýburar sem gengist höfðu undir eftirlit með blóðsykri fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu á Landspítala, alls 955 af 3468 sem þar fæddust árið 2010. Meðgöngulengdin var frá 24–42 vikum og rúm 77% voru fullburða (> 37 vikur). Meðal fæðingarþyngd var 3273 g (530–5280 g), 32,5% lögðust inn á nýburagjörgæslu og 30,2% komu þangað í stutt eftirlit. Algengi lágs blóðsykurs (< 2,2 mmól/L) reyndist vera 21,2% í heild en 19,1% meðal fullburða nýbura. Fyrsta mæling var gerð innan klukkustundar frá fæðingu hjá 60% úrtaks. Blóðsykur var mældur einu sinni hjá 16,4% þeirra, en miðgildið var fjórar mælingar fyrstu þrjá sólarhringana. Rúmlega 55% mældust með lægsta gildi innan tveggja klukkustunda frá fæðingu. Síðfyrirburar, þungburar og börn mæðra með insúlínmeðhöndlaða sykursýki á meðgöngu reyndust marktækt líklegri til að mælast með lágan blóð- sykur eftir fæðingu en aðrir nýburar í úrtaki. Algengi lágs blóðsykurs var hátt samanborið við niðurstöður erlendra rannsókna. Það skýrist að hluta til af samsetningu úrtaks, þar sem ekki var einungis um heilbrigða fullburða nýbura að ræða. Eftirlit með blóðsykri reyndist ómarkvisst, stór hluti mælinga var innan klukkustundar frá fæðingu og því má ætla að erfitt hafi verið að greina á milli óeðlilegrar blóðsykurslækkunar og eðlilegrar aðlögunar nýburans að lífi utan móðurkviðar. Lykilorð: Blóðsykurslækkun, nýburar, áhættuþættir, blóðsykur- seftirlit. ABSTRACT The monitoring of blood glucose during the first hours is import- ant in specific groups of newborn infants. However, there is no consensus on how to define hypoglycemia and which levels of blood glucose are needed to meet metabolic demands. Therefore uncertainty characterizes decisionmaking in the monitoring and management of blood glucose: who should be measured and when, and at which levels interventions should take place. The prevalence of hypoglycemia in Iceland is not known. Thus the aim of this study was to determine the one year prevalence of hypoglycemia of newborns at Landspítali, the National Hospital of Iceland, and compare with findings from other countries as well as to evaluate the quality of blood glucose monitoring. Lágur blóðsykur hjá nýburum: algengi, áhættuþættir og blóðsykurseftirlit R I T R Ý N D G R E I N RANNSÓKNFyrirspurnir: Elín Ögmundsdóttir elinogm@landspitali.is Þórður Þórkelsson 1, 2, 4 Barnalæknir Guðrún Kristjánsdóttir 3 Hjúkrunarfræðingur Elín Ögmundsdóttir 1, 2 Hjúkrunarfræðingur, M.Sc 1. Vökudeild Barnaspítala Hringsins Landspítala, 2. Kvenna- og barnasvið Landspítala, 3. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4. Læknadeild Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.